Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 10
8
tJRVAL
inn, án þess hann sé reiðubúinn
að taka við slíku. Sennilega
hafa orsakir þær er valda maga-
sári, oftast verið fyrir hendi
mánuðum eða jafnvel árum
saman áður en magasárið tók
að myndast. En einstöku sinn-
um virðist svo sem að maga-
sár geti myndast á nokkrum
klukkustundum. Dæmi er um
mann nokkurn, sem aldrei hafði
fundið til óþæginda í meltingar-
færum, þar til svo bar til, að
gera þurfti keisaraskurð á konu
hans, er hún skyldi ala fyrsta
barn sitt. Morguninn eftir hafði
maðurinn mjög sára magaverki
og leiddi rannsókn í Ijós að
hann hafði fengið magasár.
Dæmi sem þessi styðja þá skoð-
un, að hér sé sálræn truflun að
verki.
Aðallækningin við magasári
er hvíld meltingarfæranna.
Sjúklingurinn er látinn neyta
auðmeltrar fæðu, og bannað að
reykja og drekka áfenga
drykki. Oft reynast alkalisk lyf
vel. Samt sem áður fordæma
læknar almennt nú orðið hina
gömlu amerísku aðferð, að
gleypa einhver ósköp af natron
o. þl. við óþægindum í maga.
Að vísu upphefur natron
sýruverkanir í bili, en sýru-
myndun verður þá þeim mun
meiri á eftir, og sé natron tekið
oft inn, getur það valdið alvar-
legum truflunum í líkamanum.
Margir hallast nú orðið að því,
að nota lyf og skurðlækningar
samfara sálrænum lækningum.
Eins og gefur að skilja, er ekki
mikil von um fullan árangur,
nema hin raunverulega orsök
sjúkdómsins sé numin burtu, að
vísu er hægt að minka óþægind-
in í bili. Magasárið grær oft en
tekur sig gjarnan upp aftur.
Dr. W. C. Alvorez við Mayo-
sjúkrahúsið segir: ,,Sé sjúkling-
urinn taugaveiklaður og óstöð-
ugur í lundu, eru litlar líkur til
að skurðaðgerð sé til bóta.“
Annar læknir segir: ,,Þó bú-
ið sé að framkvæma skurðað-
gerð, er orsök sjúkdómsins eft-
ir, lækningin er einungis hafin.“
Dæmi eru til að menn hafi
framið sjálfsmorð, vegna þess
að þeir gátu ekki haldið út þær
endalausu kvalir, sem magasár-
ið hefir í för með sér, án þess að
gruna, að hugarástand þeirra
sjálfra átti mikla sök sjúk-
dómsins.
Sé orsök magasársins fund-
in, getur verið auðvelt að lækna
það, en það getur einnig verið
mjög örðugt.