Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 47
ÁBYRGÐ KONUNNAR 1 KYNPERÐISMÁLUM
45
hún leiðbeini honum, hvað
snertir sinn sérstaka smekk og
þörf. Til þess verður hún feimn-
islaust að benda honum á, hver
atlot hans og aðgerðir fylli hana
rikustum unaði. Þetta krefst
hreinskilni og veglyndis ásamt
einlægum vilja til að skilja þarf-
ir hans, hlúa að þeim og hjálpa
honum svo, að hann geti hlúð
að hennar þörfum.
Það er nauðsynlegt til skiln-
ingsauka á ástarþörfunum að
vita það, að konan er að meðal-
tali þrem til fjórum sinnum
seinni en karlmaðurinn til að
vekjast kynferðislega og álíka
miklu seinni til að ná hástigi
fullnægjunnar. Aðeins sá eigin-
maður, sem þetta veit og dreg-
ur úr náttúrlegum hraða sínum
sem þessu nemur, getur vænzt
þess að veita konu sinni full-
nægingu.
Dr. W. Béran Wolfe, sem var
forstjóri sálarheilsuverndar-
stöðvar í New York, ritaði bók,
sem hann nefndi „Beztu ár kon-
unnar“. Þar kemst hann svo að
orði: „Það er sannfæring mín
— grundvölluð á miklum f jölda
tilfella, — að greind kona, sem
þekkir sínar eigin þarfir og er
gift manni, er ekki reynist sem
ákjósanlegastur í hjónasæng-
inni geti venjulega leiðbeint
honum og þjálfað hann til að
verða góður elskhugi, svo fram-
arlega sem hana skorti ekki
kjark og hreinskilni til þess.“
Óheppni.
Mér hefir alltaf þótt góð sagan af manninum, sem kom heim
klukkan þrjú um nótt með djúpan skurð á hægri augabrún.
Konan hans, sem var ýmsu vön í þessu efni, spurði hann, hvað
komið hefði fyrir hann.
„Skollans óheppni, krúttið mitt, ég beit mig,“ sagði hann.
„Beiztu þig? Hvernig gaztu bitið þig í augabrúnina ? “
„Það var heldur enginn hægðarleikur, ég varð að klifra upp
á stól til þess." sagði hann.
— Bertrand K. Hart i „Coronet".