Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
til þess að opna rennihlífina, en
hún var blýföst. Ég svifti af mér
gjörðinni og tókst loks að
tosa hlífinni til, en þetta tók
tíma, og þegar ég lét fall-
ast í sætið aftur og greip um
stýrisstöngina til að hvolfa við
flugvélinni, fann ég, að ég var
að missa meðvitund. Andartak
greip mig ægileg skelfing.
„Þannig var það þá,“ hugsaði
ég, og greip báðum höndum fyr-
ir augun. Svo missti ég meðvit-
und.
Þegar ég raknaði við aftur,
var ég laus við flugvélina. Ég
tók í fallhlífarreimina, og þegar
fallhlífin opnaðist kippti hún í
mig og dró úr fallhraðanum.
Þegar ég leit niður sá ég, að
önnur buxnaskálmin var brunn-
in af, að ég var yfir sjónum
og að langt var að Englands-
strönd. Eg féll í sjóinn og fall-
hlífin hvelfdist yfir mig. Seinna
var mér sagt, að vélin hefði tek-
ið að hrapa í um 25,000 feta
hæð, og að ég hefði losnað úr
vélinni í 10,000 feta hæð.
Sjórinn var ekki óþægilega
kaldur, og björgunarbeltið hélt
mér á floti. Ég sá, að skinnið
á höndunum var náhvítt upp að
úlnliðum. Lykt af sviðnu holdi
sló fyrir vit mér og olli mér
ógleði. Með því að loka öðru
auganu gat ég séð varirnar á
mér skaga fram eins og hjól-
barða.
Eftir hálftíma fóru tennurn-
ar að glamra í munninum á mér,.
og til þess að stöðva skjálftann,
raulaði ég í sífellu einhverja.
lagleysu og kallaði þess á millí
á hjálp. Mér fannst sjórinn nú:
miklu kaldari og mér til mikill-
ar undrunar tók ég eftir því, að
sólin var allt í einu horfin. Ég
leit niður á hendurnar á mér, og
þegar. ég sá þær ekki, varð mér
skyndilega ljóst, að ég var orð-
inn blindur.
Það er ólíklegt, hugsaði ég,
að mér yrði bjargað. Ég átti þá
að deyja. Þannig var það þá —
ég átti að deyja, og ég var
ekkert hræddur. Þessi afstaða
mín til dauðans olli mér undr-
unar, en ég fann aðeins til mik-
illar forvitni og eins konar til-
hlökkunar, að innan fárra mín-
útna eða klukkustunda ætti ég
að fá svar við hinni miklu spurn-
ingu. Ég ákvað, að það skyldi
verða innan fárra mínútna og
með miklum erfiðismunum
tókst mér að skrúfa lokuna af
björgunarbeltinu. Loftið fór
samstundis úr því og ég í kaf„
Ég gleypti vænan slurk af sjó.