Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 120

Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL til þess að opna rennihlífina, en hún var blýföst. Ég svifti af mér gjörðinni og tókst loks að tosa hlífinni til, en þetta tók tíma, og þegar ég lét fall- ast í sætið aftur og greip um stýrisstöngina til að hvolfa við flugvélinni, fann ég, að ég var að missa meðvitund. Andartak greip mig ægileg skelfing. „Þannig var það þá,“ hugsaði ég, og greip báðum höndum fyr- ir augun. Svo missti ég meðvit- und. Þegar ég raknaði við aftur, var ég laus við flugvélina. Ég tók í fallhlífarreimina, og þegar fallhlífin opnaðist kippti hún í mig og dró úr fallhraðanum. Þegar ég leit niður sá ég, að önnur buxnaskálmin var brunn- in af, að ég var yfir sjónum og að langt var að Englands- strönd. Eg féll í sjóinn og fall- hlífin hvelfdist yfir mig. Seinna var mér sagt, að vélin hefði tek- ið að hrapa í um 25,000 feta hæð, og að ég hefði losnað úr vélinni í 10,000 feta hæð. Sjórinn var ekki óþægilega kaldur, og björgunarbeltið hélt mér á floti. Ég sá, að skinnið á höndunum var náhvítt upp að úlnliðum. Lykt af sviðnu holdi sló fyrir vit mér og olli mér ógleði. Með því að loka öðru auganu gat ég séð varirnar á mér skaga fram eins og hjól- barða. Eftir hálftíma fóru tennurn- ar að glamra í munninum á mér,. og til þess að stöðva skjálftann, raulaði ég í sífellu einhverja. lagleysu og kallaði þess á millí á hjálp. Mér fannst sjórinn nú: miklu kaldari og mér til mikill- ar undrunar tók ég eftir því, að sólin var allt í einu horfin. Ég leit niður á hendurnar á mér, og þegar. ég sá þær ekki, varð mér skyndilega ljóst, að ég var orð- inn blindur. Það er ólíklegt, hugsaði ég, að mér yrði bjargað. Ég átti þá að deyja. Þannig var það þá — ég átti að deyja, og ég var ekkert hræddur. Þessi afstaða mín til dauðans olli mér undr- unar, en ég fann aðeins til mik- illar forvitni og eins konar til- hlökkunar, að innan fárra mín- útna eða klukkustunda ætti ég að fá svar við hinni miklu spurn- ingu. Ég ákvað, að það skyldi verða innan fárra mínútna og með miklum erfiðismunum tókst mér að skrúfa lokuna af björgunarbeltinu. Loftið fór samstundis úr því og ég í kaf„ Ég gleypti vænan slurk af sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.