Úrval - 01.12.1942, Síða 34

Úrval - 01.12.1942, Síða 34
32 ÚRVAL Á miðvikudag færðu tannpínu í tönnina. Þetta má ekki drag- ast lengur. Þú ákveður að fara til tannlæknisins. En það er eins og vant er — alltaf eitthvað, sem tefur; og áður en varir er klukkan orðin sex. Nú, það var kannske enginn skaði skeður, tannpínan var bötnuð. Ef til vill mátti geyma þetta þangað til í vikulokin. Þá var betri tími til þess, og varla gat tönnin skemmzt mikið þangað til. Á laugardag eftir hádegi ertu reiðubúinn. En — auðvitað er lokað hjá tannlækninum eftir hádegi á laugardögum. Að þér skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrr! Þetta varð þá að bíða þangað til á mánudag. Að öllu athuguðu var mánudagur líka eini rétti dagurinn til að fara til tannlæknis. Snemma á mánudagsmorgun tekurðu símaskrána og ferð að blaða í henni í mesta granda- leysi, og hvað skeður? Einhvern tíma frá því á þriðjudag hefir nafn og númer tannlæknisins einhvern veginn í skollanum komizt inn í skrána. Sem betur fer er númerið á tali og þú frest- ar frekari aðgerðum þangað til á þriðjudag. En á þriðjudag ertu ekki eins lánsamur. Þú færð samband og læknirinn kemur sjálfur í símann. Þér er gert að mæta klukkan hálf f jög- ur á fimmtudag. Fimmtudag klukkan hálf fjögur, og nú er þriðjudags- morgun! Hvað getur ekki skeð á þeim tíma ? En miðvikudagur- inn líður og fimmtudagur fram að hádegi, án þess að nokkuð skeði. Þú átt ekki annars úr- kosta en að hringja til læknis- ins og segja honum, að þú hafir drepið mann og búið sé að taka þig fastan, svo að þú getir því miður ekki komið. Nei, því trúir enginn tannlæknir. Það er eins gott að ljúka þessu af. Hann lætur sér kannske nægja að líta á tönnina núna. Þú gætir ymprað á því. Þú gætir lofað að koma fljótlega aftur. Stundin nálgast óðum. Þetta er líka versti tími dagsins — einmitt sá tími, sem lífsþróttur- inn er minnstur. Um leið og þú ferð inn í húsið, sem tannlækn- ingastofan er í, líturðu á glað- vært fólkið, sem skundar fram- hjá á götunni. Áhyggjulaus börn! Hvað þekkir þetta fólk lífið? Þessi maður þarna með skrítna hattinn hefir sennilega aldrei fengið tannpínu, ekki einu sinni í barnatönn!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.