Úrval - 01.12.1942, Síða 37

Úrval - 01.12.1942, Síða 37
ERU LÖNDIN ENN Á HREYFINGU? 35 löndin, standa hærra en sjávar- botninn, af því að þau eru fyrst og frerast úr graníti, sem er léttara en basaltið í hafsbotn- inum. Bæði granít og basalt hvíla á lagi af heitum, hálf- storknuðum steintegundum, sem heldur þeim uppi eins og vatn spýtu. Löndin eru hærri, af því að þau ,,fljóta“ hærra, alveg eins og furubútur flýtur hærra en bútur af þungri eik. Þessi flotkenning er engan veginn ný, því að hún fór þegar að skjóta upp höfðinu árið 1755, en litlar sannanir voru fyrir hendi unz jarðfræðingum hafði tekizt að kanna iður jarð- arinnar með jarðskjálftasveifl- um og á annan hátt. Því er ekki einungis þannig varið, að löndin fljóti, heldur rísa þau og lækka við og við, eins og allir hlutir, sem eru á floti. Þegar nægilegt farg, eins og til dæmis jökulhetta eða eitthvað þvílíkt, safnast á stór- an flöt, þá sekkur sá flötur eða lækkar, eins og fleki, ef of þungur sundmaður klifrar upp á hann. Ef þunginn hverf- ur, þá hækkar aftur sá staður, þar sem fargið hvíldi á. Fyrir um níu þúsund árum losnaði Skandinavía undan mik- illi íshettu. Fyrir bragðið er hún að hækka nú, sem nemur þrem fetum á hundrað árum, en það er gríðarlegur hraði á mæli- kvarða jarðfræðinnar. Ef löndin, sem virðast föst og óhreyfanleg, geta hreyfzt upp og niður, þá geta þau ef til vill einnig færzt til annarar hvorrar handarinnar, eins og aðrir fljótandi hlutir. Þetta hefir mörgum flogið í hug, en sá, sem þessi hugmynd er helzt kennd við, var Alfred Wegener, þýzkur veðurfræðingur, sem tók eftir einkennilegu fyrir- brigði við landakort af heimin- um. Ef maður hugsar sér, að Suður- og Norður-Ameríka væru fluttar í heilu líki austur á bóginn, þá kemur í ljós, að austurströnd þeirra fellur nærri því að vesturströndum Evrópu og Afríku eins og geirnegldur viður. Öxlin á Brasilíu fellur mátulega inn í Guineu-flóann í Afríku og Vestur-Afríku-bung- an mikla á heima milli norður- strandar Brasilíu og suður- strandar Bandaríkjanna. Nova Scotia fellur inn í Biscayaflóa. Wegeners-kenningin var svo frumleg og ótrúleg, að þegar hann kom fyrst fram með hana, voru allir jarðfræði-ngar sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.