Úrval - 01.12.1942, Side 90

Úrval - 01.12.1942, Side 90
38 ÚRVAL þýzkar Afriku-herdeildir eða ,,verrnihúsa-sveitir“, eins og þær voru uppnefndar. Hann valdi mennina sjálfur í lið þetta, með vísindalegri aðstoð Hitabeltis- rannsóknarstofunnar í Ham- borg. Hinir væntalegu liðsmenn voru bólusettir svo ákaft og heiftarlega gegn ýmsum far- sóttum, að Þjóðverjar létu orð falla um, að dauðsföll af völd- um bólusetningarinnar væru hlutfallslega fleiri en mannfall- ið í Póllandi. Þeir, sem lifðu af allar þessar bólusetningar, voru síðan þjálfaðir við eftirlíktar hitabeltisaðstæður, með því að hafast við í yfirhituðum húsum, ganga tímunum saman án þess að neyta vatns og gegna heræf- ingum í tilbúnum sandbyljum, sem myndaðir voru, á Eystra- saltsströndinni, með risavöxn- um blævængjum. Rommel vann einnig að bættum vélaútbúnaði til eyðimerkurhernaðar, svo sem fljótvirkari endurbirgjun olíu og vista í skriðdreka og betri aðstöðu til viðgerða á þeim, án teljandi tímatafar, og hvernig bezt mætti takast að sleppa úr lofti olíu, vistum og vopnum. Hann gerði, meira að segja, uppdrátt að sérstakri gerð stígvéla úr fiskroðum handa hermönnum sínum, svo og sólgleraugum og kælitækjum í skriðdreka, sem annast skyldu vatnsflutninga. Þýzkur foringi í Afríku-her- deildinni hefir dregið þessa „pennateikningu" af yfirboðara sínum: Hann er einkennandi fyrir vél- sveitarforingja nútímans. Ávallt í fremstu viglínu með hermönnum sín- um; skeytir ekkert um sitt eigið ör- yggi; grípur hver tækifæri til að ná sér niðri á mótherjunum; tek- ur öllu með ótrúlegri rósemi, svo að við dáumst að. Þegar hersveitir hans sækja fram yfir endalausa eyðimörk- ina, stjórnar hann sjálfur meginlið- inu. Auk sveiflandi loftnetsspírunnar getur ávallt að líta höfuð og herðar hershöfðingjans upp úr skriðdreka hans, venjulega hálf-hulinn í sand- mekkinum. Með einkennilega snögg- urn handhreyfingum gefur hann liðs- foringjum sínum fyrirskipanir. ,,Þeg- ar kveða þarf á um áttir, stendur enginn hershöfðingjanum á sporði," segir ökumaður hans. „Jafnvel í svartasta sandbyl bregzt honum ekki að ná ákvörðunarstað sínum.“ Þegar hvíld verður á framsókninni, safnast hermennirnir umhverfis hann. Hann þekkir þá alla með nafni og hefir kumpánleg orð á takteinum við hvem þeirra um sig. Hann spyrst fyrir um aðbúnað her- manna sinna, — vatnsbirgðir þeirra og fæðu, póstsendingar og heilsufar. Hann veit upp á hár, um hvert ein- asta fallbyssuvirki og vélbyssuhreið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.