Úrval - 01.12.1942, Side 109

Úrval - 01.12.1942, Side 109
ÉG HRAPA . . . 107 tók þeim opnum örmum. Þeir voru þreyttir — en þolinmóðir. Þetta hafði varað svo lengi. Hverju máli skiptu nokkrar klukkustundir í viðbót ? Við tók- um að okkur tvo franska her- menn og einn belgískan sendi- boða og buðum þeim inn á veit- ingahús. Þegar við komum inn, var allt fullt af hermönnum og við vorum brátt komnir í ákafar umræður um þátttöku flughers- ins í orustunni um Dunkirk. Mörg þung orð féllu í garð flug- hersins, svo að við, sem vorum kunnugri öllum málavöxtum og þekktum nokkra flugmenn, sem fallið höfðu, áttum erfitt með að stilla okkur. Frönsku hermennirnir voru ekki eins gramir. Þeir höfðu þó öðru hvoru séð brezka flugvél, en aldrei franska. Og belgíski sendiboðinn studdi okkur í einu og öllu. „Hvernig gátum við búizt við að sjá margar brezkar flugvél- ar?“ spurði hann. „Það lá þoka yfir allri ströndinni, og þær voru fyrir ofan hana.“ Eina loftorustu hafði hann þó séð — eina Spitfireflugvél á móti fjórum Junkersflugvélum. Úrslitin voru í augum hans táknrænn fyrirboði. Ef Spitfire- flugvélin bæri sigur úr býtum, mundi þeim verða bjargað. Hann bað, heitt og innilega — og hlaut bænheyrzlu. Spitfire- flugvélin skaut niður tvær þeirra, laskaði þá þriðju, og sú fjórða lagði á flótta. Við röbbuðum saman og drukkum fram á nótt. Her- mennirnir voru þreyttir, en ánægðir yfir því að erfiðleikar þeirra voru um garð gengnir í bili. Við vorum ákafir og eftir- væntingarfullir. Þetta voru fyrstu raunverulegu kynni okk- ar af stríðinu. Við vorum all- mikið við skál, þegar við loks skildum við hermennina, og ók- um af stað til Old Sarum. Við vorum seinir fyrir og ókum hratt. Ekkert tunglsljós var, og þegar við komum á krappa beygju á veginum, skrikaði bíll- inn til, rann andartak á tveim hjólum, valt á hliðina, tók eina og síðan aðra veltu. Við skrið- um út úr bílnum og uppgötvuð- um að enginn okkar hafði hlot- ið hina minnstu skrámu. „Það lítur út fyrir, að forsjónin ætli okkur einhvern annan dauð- daga,“ varð einum okkar að orði. Fáum vikum seinna voru öll
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.