Úrval - 01.12.1942, Side 69
VILJIÐ ÞÉR HÆTTA AÐ REYKJA?
67
sé rétt í grundvallaratriðum, En
hana má draga saman í eftirfar-
andi setningar:
„Takið ákvörðun og byggið
hana á eins mörgum, skynsam-
iegum rökum og þér getið.
Leyfið engar undantekningar,
unz nýi vaninn er kominn í fast-
ar skorður.
Styrkið ákvörðun yðar öðru
hvoru, með því að færa fram
ný og sannfærandi rök henni til
stuðnings.“
f yfirliti okkar um hina 145
menn, er höfðu algerlega hætt
að reykja og þá 366, sem höfðu
hætt um stundarsakir,- kom
fram, að þeir beittu einkum
þrem aðferðum. Algengasta að-
ferðin var sú sama og James
mælti með — að hætta reyk-
ingum í eitt skipti fyrir öll, án
allra tilslakana. Önnur aðferðin
er fólgin í því, að venja sig á
eitthvað í staðinn, t. d. pípu,
vindla, tyggigúmmí eða sælgæti.
Hin þriðja er hægfara: Menn
minnka reykingar smátt og
smátt.
Enda þótt s k y n d i a ð -
f e r ð i n væri algengari meðal
þeirra manna, er við athuguð-
um, uppgötvuðum við, að hundr-
aðshluti þeirra, er tókst að
hætta reykingum að fullu, var
talsvert hærri meðal hinna, er
hættu smám saman. Að-
ferð mín, er byggist á trufl-
u n u m, er hægfara, en þó með
þýðingarmiklum viðauka: Hún
skapar kerfisbundna truflun á
rás reykingavanans; — breytir
röð ósjálfráðra hræringa í ein-
stakar, óvenjulegar athafnir, er
verka á hugann sem hættu-
merki.
Þegar slíkar tilraunir heppn-
ast, eru þær í beinni mótsetn-
ingu við örvinglan hinna mörgu,
sem hafa gefið upp alla vörn
gegn ofurvaldi sigarettunnar.
Það kann að virðast svo, að það
hafi ekki mikla þjóðfélagslega
þýðingu að sigrast á þessum
vana. En aðeins það, að gefast
upp fyrir einhverjum þeim
óvana, er við höfum áunnið í
daglegu lífi, er alvarlegt mál —
fyrir foreldra, börn og þjóðfé-
lagið í heild. Það er þessi af-
staða, sem kemur mönnum til
að líta svo á, að þeir séu ofur-
liði bornir af umhverfi sínu eða
kringumstæðum.
Sá maður, sem leynt eða ljóst
viðurkennir, að hann sé ofur-
seldur valdi vanans, hefir glatað
sjálfræði sínu, og er dugminni
og miður ábyrgur þegn í þjóð-
félaginu en ella.