Úrval - 01.10.1946, Qupperneq 12
10
urval,
sambandi við þennan hreyfil
var að losna við hinar örsmáu
öskulagnir, „flugöskuna“, eins
og hún er kölluð, sem að öðr-
um kosti mundi eyðileggja túr-
bínublöðin. Yellott leysti þann
vanda með því að fjarlægja
öskuagnirnar áður en þær
snertu túrbínublöðin. Kom hon-
um þar að góðu haldi hinn svo-
nefndi „Aerotec" rykhreinsari,
sem fundinn var upp á stríðs-
árunum og notaður í skrið-
dreka-, bíla- og flugvélahreyfla
til þess að varna sliti af völdum
sands og ryks sem berst með
innsoginu. Rykhreinsarinn vinn-
ur líkt og skilvinda og hreinsar
loftið betur en nokkur sía.
Yellott kom svona rykhreins-
ara fyrir milli sprengiholsins og
vélarinnar. Afleiðingin verður
sú, segir hann, að útblásturs-
loftið verður raunverulega
hreinna en loftið sem sogast
inn.
Ákveðið hefir verið að
byggja eimreið með svona vél
og samkvæmt útreikningum
Yellotts verður orkunýting
hennar þrefalt eða fjórfalt
meiri en gufuvélar. Hún þarf
ekkert vatn, sem er mikill
kostur, einkum þar sem þurr-
viðrasamt er. Hún verður miklu
ódýrari í rekstri og ekki nærrí
eins mannfrek, því að henni
fylgja engir gufukatlar sem
þarfnast tíðrar hreinsunar.
Hún er helmingi fyrirferðar-
minni en jafn öflug dieselvél,
og það er hægt að nota í hana
næstum hvaða kol sem er.
Einn kostur við gastúrbínuna
er sá, að hún skilar meiri orku
í köldu veðri en heitu, jafnvel
allt að helmingi meiri. Kalt loft
er þéttara en heitt loft, og þess
vegna er hægt að dæla meira
af því í gegn um þrýstiholið
án þess að til þess þurfi meira.
eldsneyti. Þetta kemur sér eink-
ar vel í frostum, því þá vili
smurningsolían þykkna og hjói
lestarinnar stirðna.
Dieselvélin er enn orkunýtn-
asta vélin sem til er. Hún skilar
36% af orkumagni eldsneytis-
ins, gastúrbínan 24% og gufu-
vélin 8%. En kolin sem knýja
áfram gastúrbínuna eru þrefalt
ódýrari miðað við hitaeiningu,
en olían sem dieselvélin notar.
Kolagastúrbínan mun reynast
ágætlega í staðbundnum orku-
verum þar sem gnægð er kola
og lítið um vatn. Einnig mun
hún reynast ágætlega í skipum.
Það er þegar farið að setja
olíuknúnar gastúrbínur í skip,