Úrval - 01.10.1946, Side 28
26
tJR'VAL
undan honum gnæfði tindurinn,
dularfullur og ósigraður, sveip-
aður þögn og einveru aldanna.
Loks, þegar öll von var úti, fór
Odell niður í sjöttu bækistöð og
gaf merki um það sem skeð
hafði til varðmannanna fyrir
neðan.
Mallory og Irvine hvíla ein-
hvers staðar í faðmi íss og
kletta sem halda vörð um hæsta
fjallatind jarðarinnar. Enginn
veit hvar og hvernig dauða
þeirra bar að höndum, og hvort
þeim auðnaðist að hrósa sigri
áður en yfir lauk.
Tónskáldið Franz Liszt var mikill pianósnillingur. Hann var
mjög vandur að virðingu sinni og gerði þá kröfu til annara
manna, að þeir sýndu honum og tónlistinni tilhlýðilega virðingu.
Eitt sinn, er hann lék fyrir rússnesku hirðina, tók hann eftir
því að keisarinn, Nikulás I., var að tala við sessunaut sinn.
Honum gramdist þetta og hætti þegar að leika. Keisarinn sendi
þá þjón til hans til að spyrja hverju þetta sætti, en Liszt svaraði:
„Þegar keisarinn talar, eiga ekki aðrir að láta til sín heyra.“
Keisarinn skildi sneiðina, og þagnaði.
oo
Móðir Nonna litla hafði eignast tvíbura og faðirinn réði sér
ekki fyrir monti. Hann sagði við Nonna:
„Heyrðu karlinn. Eg er viss um að kennarinn gefur þér frí
á morgun ef þú segir honum frá þessu.“
Þegar Nonni kom heim um kveldið, var hann heldur en ekki
upp með sér:
,,Ég fer ekkert í skólann á morgun."
„Þú hefir þá sagt kennaranum frá litlu bræðrum þínum?"
spurði faðirinn.
„Nei, nei. Ég sagði bara frá öðrum í dag. Hinn geymi ég tíl
næstu viku.“
co
Enginn er eins hugaður og bleyðan, sem þarf ekki að láta
nafns síns getið.