Úrval - 01.10.1946, Side 37
FORSÆTISRÁÐHERRAR FRAKKLANDS
35
innrás Hitlers í Austurríki,
gegn Franco og gegn Munchen-
sáttmálanurn.
Það var oftast kait í skrif-
stofunni og Bidault sat í frakk-
anum við skrifborð sitt. Frakk-
inn var snjáður og slitinn og
vasarnir úttroðnir af allskonar
bókum, því að hann hefur yndi
af bókum og er ótrúlega fljótur
að Iesa. Fyrir kemur að hann
les tvær eða þrjár bækur á
einni nóttu. Hann á rnikið og
frábærilega gott bókasafn;
sjálfur teiur hami sig eiga
10 000 eintök af frumútgáfum.
Þegar Bidault var ritstjóri
TAúbe gaf hann sig lítt að
kvenfólki, kallaði þær „tíma-
ætur“, og hirti lítið um ytra
útlít og klæðaburð sjálfs sín.
Nú er þetta gjörbreytt. Hann
er nýlega kvæntur og var kon-
an hans áður aðalritari í utan-
ríliisráðuneytinu hjá honum.
Hún er fyrsta franska konan
sem borið hefur titilinn sendi-
ráðsritari, en sendiherra gat
hún ekki orðið samkvæmt
frönskum lögum. Meðal Eng-
lendinga hefir hann hlotið nafn-
ið „hinn franski Eden“ sökum
fyrirmennsku í klæðaburði.
Það var Ieynistarfsemin á
hernámsárunum, sem neyddi
Bidault til að breyta um klæða-
burð. Tií þess að villa Gestapo
sýn setti hann upp mjúkan,
nýtízku flókahatt í stað svarta
harða hattkúfsins. En sem for-
mælandi frönsku stjórnarinnar
er Bidault oftast berhöfðað-
ur.
Fyrir sjö árum hefði Bidault
hlegið að slíku tildri. Hugur
hans snerist þá allur um bækur
og blöð. Þau lágu á ringulreið í
skrifstofu hans og heima í
piparsveinsíbúðinni. Og ástand-
ið er litlu betra á einkaskrif-
stofu hans í ráðuneytinu. Þar
má enginn róta við neinu, en
þrátt fyrir ringulreiðina finnur
forsætisráðherrann alltaf það,
sem hann þarf á að haida,
alveg eins og í ritstjórnarskrif-
stofunni forðum. Hann hefir
frábært minni og þarf sjaldan
að skrifa hjá sér til minnis.
Við blaðamannsstarfið vand-
ist Bídault á vökur, en nú verð-
ur hann að fara á fætur klukk-
an sjö á morgnana. Hann er
rólyndur en glaðlyndur. Hann
er ekki meinlætamaður: hann er
Frakki, hann hefir yndi af
samræðum yfir glasi af víni,
en hann kýs heldur kampavín
og sherry en rauðvín.
En þó að Bidault beri með