Úrval - 01.10.1946, Page 41
FORSÆTISRÁÐHERRAR FRAKKLANDS
3®
skall á, varð móðir Thorez eftir
iheima til að gæta yngri bræðra
hans og föður, sem var veikur.
Thorez flýði ásamt afa sínum
inn í land, og gerðust þeir land-
búnaðarverkamenn í Creuse-
héraði.
Skólastjóri þar á staðnum,
sem fannst mikið til um gáfur
flóttadrengsins, bauðst til að
búa hann ókeypis undir háskóla-
nám.
Eftir vopnahléð hvarf Thorez
heim aftur til að vinna í námun-
um. En námueigandínn rak
hann fljótlega með þeirri skýr-
ingu, að hann væri „hættuleg-
ur“. Jafnvel afi hans, sem þó
var herskár verkalýðssinni og
hafði veitt drengnum fyrstu
kennslu í verkalýðsmálum,
fannst orðið nóg um hinar rót-
tæku skoðanir hans.
Thorez var kjörinn í verk-
falisnefnd námumanna. Frá 23
ára aldri helgaði hann kommún-
istaflokknum alla krafta sína.
Hann ferðaðist um Rússland og
kynnti sér starfsaðferðir hins
unga Sovjetsambands, og hvarf
aftur til Frakklands til að Ijúka
menntun sinni — í fangelsi.
1 fangelsinu lagði hanngrund-
völlinn að framtíðarstarfi sínu.
Hann gat nú í fyrsta skipti á
ævinni gefið sér tíma til að lesa
allt, sem hugurinn gimtist. Með
því að hóta hungurverkfalli
tókst honum að ávinna sér virð-
ingu fangavarða sinna sem
„pólitískur fangi“.
„Ég hafði strangan aga á
varðmönnum mínum,“ sagði
hann og hló. „Þeir urðu alltaf að
berja á klefadymar, áður en
þeir komu inn.“ Þegar Thorez
fór úr fangelsinu var hann orð-
inn frábærlega víðlesinn og
fróður.
Thorez hefir garnan af að
segja frá því, þegar hann „stal“
fylkjendum frá hinum gamla
Sósíalistaflokki á fyrstu bar-
áttu árum sínum. „Við liomm-
únistar vorum óþekktir og oft
tortryggðir, og við gátum ekki
safnað mörgu fólki á fundi
okkar. En það gátu sósíalistam-
ir. Þess vegna lék ég það oft að
fara á fundi hjá þeim og spyrja
fundarstjórann mjög kurteis-
lega og alvarlega, hvort ég
mætti segja nokkur orð, þegar
háttvirtur ræðumaður hefði
lokið máli sínu. Þessari beiðni
var ekki hægt að neita án þess
að missa samúð fundarmanna.
Ég hóf mál mitt af mikilli hóg-
værð, en svo lét ég gamminti
geisa og sparaði ekki kraftana."