Úrval - 01.10.1946, Side 61
ÞAR SEM KROSSINN VAR GERÐUR
59
við þennan svikara! Það var ég,
sem tók hann!
JÖNAS (hæðnislega): Þú —
þú hefðir ekki getað tekið engi-
sprettu!
MÁLKUS (þrár): Ég var þar
— í Getsemane-garðinum —
þegar hann var tekinn höndum
— svikinn í hendur vorar af
einum, sem hann hafði stórlega
blekkt — iðrunarfullum syni
ísraels, Júdasi að nafni. Það
var mikill bardagi, sem ég tók
hraustlega þátt í.
JÓNAS: Bardagi, sem þú
tóbst þátt í! Nú veit ég, að
saga þín er uppspuni!
MALKUS (með næstum grát-
kenndum ofsa). Það var bardagi
og ég tók þátt í honum! Ég hefi
sönnun þess, ég er særður!
Einn af fylgismönnum hans brá
sverði og sneið af mér eyrað!
JÓNAS (ekki laus við að vera
hrifinn): Svo að eyrað hefir
verið skorið af þér með sverði.
Heppinn varstu, að það var gert
svona hreiniega! Fyrr eða síðar
hefði einn af hundum bróður
þíns rifío það af þér!
MALKUS (æstur): Þú spott-
ar heilaga hluti og heilaga
menn. Húsbóndi minn — sem
jafnvel Pílatus óttast — skal
fá að vita um guðlast þitt!
JÓNAS (stuttlega): Taktu
stól húsbónda þíns og farðu.
Komdu aldrei framar inn fyrir
mínar dyr tii þess að kvelja
mig með návist þinni. Ut með
þig, ánamaðkur!
MALKUS: Ég fer, þegar mér
Iízt, trúleysingi!
JÓNAS: Þessi öxi er beitt;
með einu höggi gæti ég sniðið
af þér hitt eyrað —.
MALKUS (hræddur) : Æ —
nei —.
JÓNAS: Ef til vilí hefðir þú
gott af slíku höggi, þá hallaðist
ekki á hjá þér, og með bæði
eyrun afsniðin ættirðu að heyra
minna en áður til þess að slúðra
með og Ijúga að hinurn illgjarna
húsbónda þínum.
MALKUS: Nei, nei, ég ætlaði
ekki að gera neitt á hluta þinn,
Jónas minn — ég — ég hefi
ekki heyrt neitt hér — þú hefir
ekki sagt neitt neinum til
miska.
JÓNAS (með fyrirlitningu):
Út með þig! Farðu — lúsablesi!
MALKUS (tekur stólinn): Já,
já, ég fer.
(HLJÓÐ. Malkus1 rekst á
Símon, sem er að korna inn.
Jónas hlær).
MALKUS: Víktu úr vegi,
sveitamaður!