Úrval - 01.10.1946, Page 82
80
ORSAKIR HJÁTRÚAR
sem nefnist „Varið ykkur á
köttum!“ í henni stendur, að
svartir kettir séu galdranornir
í dulargerfi, og það sé ekki víst,
að maður geti banað nomunum
með því að drepa kettina, því
að norn geti brugðið sér í katt-
arlíki níu sinnum.
Fá dæmi sýna betur, hvað
ævagömul hjátrú getur verið
lífseig, en kreddur þær, sem
bundnar era við hnerra. Það
virðist þó ekki vera dularfullur
atburður. Þessi hjátrú á rót
sína að rekja til hinnar fornu
hugmyndar um sálina og anda
þá, sem áttu að vera vakandi
yfir mönnum. Menn héldu, að
hnerrinn blési sálinni snöggv-
ast burt úr líkamanum.
Forn-Grikkir og Rómverjar
trúðu því, að hnerrinn boðaði
eitthvað illt og báðu Seif eða
Júpíter að gæta vina sinna,
þegar þeir heyrðu þá hnerra.
Nútímamenn sýna andleg tengsl
sín við hina hjátrúarfullu forn-
menn með því að segja við sömu
tækifæri: „Guð hjálpi þér!“
Margs konar hjátrú hefir ver-
ið tengd við spegla. Ein, sem er
mjög algeng enn í dag, er sú,
að ógæfa fylgi því að brjóta
spegill, jafnvel sjö ára ógæfa.
Það er eins gott að fara varlega
með speglana!
Speglahjátrúin er ævagömul,
frá þeim tímum, þegar því vax
trúað, að spegilmynd af manni
í vatni eða í öðru, sem hægt er
að spegla sig í, og loks í spegl-
um, sem er tiltölulega ung upp-
finning, væri sál hans. Þessi trú
þekkist enn meðal villimanna.
Þeir, sein nú á dögum eru á-
hyggjufullir vegna þess að þeir
hafi brotið spegil, renna ekki
grun í, að hin upphaflega á-
stæða óttans var sú, að verið
gat að sálin væri í speglinum,
þegar hann brotnaði, og hún
hlaut þá að glatast um leið. Það
væri sannarlega mikið óhapp!
Víða er talið óráðlegt að
ganga undir stiga, sem hafa
verið reistir upp yið húsvegg.
Þetta hefir verið skýrt þannig
að það sé varúðarráðstöfun, þvi
að alltaf geti komið fyrir, að
þeir, sem eru að vinna uppi í
stiga, geti misst eitthvað niður,
sem sé verra að verða fyrir.
En við verðum að muna, að
öll algeng hjátrú á sér ævaforn-
ar rætur. Stigi eða svipaður
hlutur, sem er reistur upp við
vegg, myndar þríhyrning, eitt
af elztu og helgustu táknum
lífsins. Sá, sem gengur undir