Úrval - 01.10.1946, Síða 91
ALLAH HJÁLPAR ÞEIM . . .
8»
anir stjórnarinnar strandað til
þessa.
Shalaby útvegaði sér smásjá
og lét mennina sjá hvernig hann
notaði hana. Von bráðar sýndi
hann Hassan og fleiri mönnum
hvernig bilharzialirfan syndir
fram og aftur í einum dropa af
vatni úr áveituskurðinum. Með
áhrifamiklum orðurn lýsti hann
fj'xir þeim, hvernig þessi lirfa
verður að ormi sem tekur sér
bólfestu í innyflum og þvag-
göngum manna og dregur úr
líkamsþrótti þeirra.
Það var erfitt verk að sann-
færa þá. Þeir höfðu alltaf
drukkið Nílarvatn úr skurðin-
um. Állah hafði látið vatnið þar
og sett ormana í það. En að lok-
um tókst það, brunnarnir voru
grafnir og nú var hreint vatn
í Manayil.
Aida hafði smám saman
breytt húsi sínu í barnaverndar-
stöð og spítala. Áður höfðu
tvær sóðalegar ljósmæður tekið
á móti öllum börnum í Mana-
yil; ungbarnadauðinn var 295
af 1000. Það var erfitt að breyta
þessu, en að lokum tókst Aidu
það með því að fá Ijósrnæðurnar
til að vinna hjá sér fyrir kaupi.
Tímamót urðu í Manayil þeg-
ar þorpsbúar fóru sjálfir að
lcoma með urnbótatillögur og
framkvæma þær. Til dæmis
stofnaði félagsskapur karla, sem
nú var orðiði að samvinnufé-
lagi þorpsins, til samkeppni um
það hvaða hús í þorpinu væri
hreinlegast. Hús sigurvegarans
var málað með vatnsmálningu í
fallegum litum, eigendanum að
kostnaðarlausu.
Ég kom til Manayil sex árurn
eftir að þessi tilraun byrjaði.
Bilharziasistilfellum hafði fækk-
að úr nálega 90 af 100 í minna
en 30 af 100; ólæsum fór stöð-
ugt fækkandi. Hið takmarkaða
námsefni sem tíðkast í þorps-
skólunum hafði verið aukið,
bætt hafði verið við kennslu í
nútíma akuryrkju, hænsnarækt,
húsgagnasmíði, spuna, vefnaði,
saumaskap og niðursuðu. Ég sá
barnaverndarstöðina, leiðbein-
ingastöð fyrir barnshafandi
konur og almennings steypiböð.
Ég kom inn í moldarkofa sem
voru nærri eins hreinir ogvenju-
legur amerískur sveitabær.
Manayil vai- ekki það sem við
mundum kalla fyrirmyndarþorp
í Ameríku. Þar voru engar
gangstéttir, ekki vatnsleiðslur í
húsunum. I flestum þeirra voru
ekki önnur húsgögn en leirofn,
brunnkrukka, og stóra kringl-