Úrval - 01.10.1946, Qupperneq 100
-98
ÚRVAL
Mjög eftirtektarverðar voru
skýrsiur þær um efni nefnt
„curare,“ sem - dregið er af
höggormseitri einu frá Suður-
Afríku, og notað er við óéðlileg-
um vöðvahræringum. Lyf þetta,
notað í hæfilegum skömmtum,
linar vöðvakrampa. Það hefir
og verið reynt við lækningu á
meðfæddri lömun. Notkun lyfs-
ins á undan svæfingum, þegar
svæft er með efnum eins og
ether, ethylene eða cycloproph-
an, er mjög þýðingarmikil
vegna hinna róandi áhrifa þess.
Notkun slíks efnis gerir það að
verkum, að minni skammt þarf
til svæfinsarinnar af svæfilyf-
inu en ella.
Sérfræðingar i svæfingum
eni nú að rannsaka hver áhrif
lyfið hefir á vefi líkamans, til
þess að geta svo ákveðið nánar
notagildi þess og ennfremur
vitað um hættur þær, sem kynnu
að stafa af notkun þess.
1 sambandi við hið árlega
þing ameríska læknasambands-
ins eru hafðar miklar sýningar,
svo að læknum gefst kostur á
að sjá frá fyrstu hendi tilraun-
ir þær sem leiddu af sér hinar
ýmsu uppgötvanir og fá þeir
um leið að heyra útskýringar
þeirra manna, sem þær gerðu.
Þessar sýningar, sem standa
yfir í viku, eru taldar merkustu
vísindanámskeið í sinni röð
fyrir útskrifaða lækna. Sýning-
ar ameríska hersins 08' flotans
á þessu sviði síðasta. ár, gáfu
til kynna, að hinar stórmerku
uppfinningar stríðsáranna hafa
gert það mögulegt að lækka svo
mjög tölu sjúkra og látinna af
völdum sjúkdóma, að slíkt á sér
ekki dæmi í styrjöldum áður
fyrr.
1 rauninni hefir þetta stríð
verið háð, án þess að nokkrir
meiri háttar sjúkdómar hafi
komið upp meðal amerískra
hermanna.
Æskan hefir reynzlu einnar kynslóðar meira en foreldrar henn-
ar, en notfærir sér hana ekki.
*
Ég- elska þig.
1—j; 2—i; 3—g; 4—h; 5—c; 6—a; 7—h; 8—e; 9—f; 10—d.