Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 107
LISTAMANNALlF
105
gera út af við mig. En ég hafði
vanmetið hið ósigrandi hug-
rekki, sem hafði opnað Marían
Anderson þúsund dyr, sern eru
lokaðar fátækri blökkustúlku í
landi okkar. Marían ætlaði að
syngja 30. desember, og það
gerði hún.
Áheyrendur voru hissa á því,
að tjaldið var dregið fyrir svið-
ið. Og enn meira undrandi urðu
þeir, þegar tjaldið var dregið
frá og söngkonan sást standa
við píanóið, í grænum gullofn-
um kjól, svo síðum, að hann lá
í fellingum við fætur hennar.
Þeir hefðu orðið forviða, ef
þeir hefðu vitað, að undir hin-
um skrautlega kjól duldist fót-
ur í gipsumbúðum og að söng-
konan gat aðeins haldið jafn-
væginu með því, að styðja sig
við hljóðfærið.
Tjaldið var dregið fyrir eftir
hvern lagaflokk, og aðstoðar-
maður flýtti sér með stól til
Marían. Að loknu hléi var tjald-
ið dregið aftur frá, og hún stóð
sem fyrr og söng.
Það var ekki fyrr en hljóm-
leikarnir voru hálfnaðir, að hún
skýrði áheyrendunum frá þessu
kynlega háttarlagi, og þá ætlaði
fagnaðarlátunum aldrei aðlinna:
Hún tók þessu með jafnaðargeði
og hélt söngnum áfram með
þeirri einbeitingu að Iist sinni,
sem er einkennandi fyrir hana,.
hvenær sem hún syngur.
Howard Taubman, söngdóm-
ari New York Times, hrósaði
henni mjög fyrir rödd hennar,
tónlistargáfu og tilfinningu.
Grein hans hófst með þessum
orðum: „Marían Anderson er
komin heim til föðurlands síns
sem einn af mestu söngvurum
vorra tíma . . .“ Hann lauk
greininni svo: „Það er kominn
tími til fyrir land hennar að
heiðra hana.“ — Aðrir gagn-
rýnendur tóku í sama streng.
Hinir fimmtán hljómleikar
voru haldnir samkvæmt áætlun,
og þegar Marían hafði hvílt sig
í hálfan mánuð hjá móður sinni
í Fíladelfíu, hélt hún aftur til
Evrópu. Hún ferðaðist um
Norðurlönd, Frakkland, Italíu og
Spán. Hún dvaldi um stund í
Suður-Frakklandi sér til hvíld-
ar, en sneri síðan heim til Ame-
ríku.
Þannig gekk lífið fyrir Mari-
an fram að ófriðnum. Hún varð
æ meira eftirsótt í Ameríku og
hafði því nauman tíma til að
ferðast til Evrópu. Veturinn
1933-34 hélt hún 112 hljómleika
á Norðurlöndum. Stundum hélt