Úrval - 01.10.1946, Page 108
106
■orval
hún hljómleika dag eftir dag
svo vikum skifti, en það ætti
enginn söngvari að gera. En
hver getur ásakað hana, þó að
hún léti tilleiðast að syngja
fyrir þá, sem kunnu að meta
hæfileika hennar, meðan henn-
ar eigin þjóð hafði ekki komið
auga á þá ?
Þegar Marian Anderson sá
bjarma fyrir sigri sínum í
Evrópu, eftir alla erfiðleikana,
skrifaði hún móður sinni bréf.
Hún spurði hana, hvort það
væri ekki eitthvað, sem hana
langaði í og hún gæti fært
henni frá Evrópu, nú þegar
auður og frægð höfðu loksins
fallið henni í skaut.
Móðirin svaraði bréfinu um
hæl. Það eina sem hún þráði,
skrifaði hún, var að guð héldi
Marian Anderson ,,í lófa sínum
og kenndi fólkinu að vera gott.“
Marian Anderson hefir mætt
mikilli góðvild. Litla telpan,
sem þvoði tröppu í Fíladelfíu,
tii þess að vinna sér inn nokkra
dali fyrir fiðlu, er orðin að ævin-
týraprinsessu. Það er engu lík-
ara en sagnaritararnir hafi haft
hana í huga, þegar þeir sömdu
ævintýri sín um góðu stúlkuna,
sem varð hamingjusöm að lok-
um, eftir að hafa þolað margs-
kyns raunir.
Hið góða fólk, sem skaut
saman skildingum til þess að
Marian gæti keypt sér söng-
tíma, dreymdi ekki um að hún
mundi einn góðan veðurdag
syngja fyrir ensku konungs-
hjónin í Hvítahúsinu. Eða ef til
vill hefir það órað fyrir því, það
var trúað fólk, og trúin flytur
fjöll.
Hún hefir hlotið mörg virð-
ingarmerki, m. a. Spingaron
heiðurspeninginn og hefir verið
sæmd doktorsnafnbót við
marga háskóla. Þegar henni
voru veitt 10 þúsund dala verð-
laun, sem þeim einstakling, sem
mest hefði gert fyrir Filadelfíu,
var þakkarræða hennar svo
hrífandi og einlæg, að áheyrend-
ur voru frá sér numdir.
Hún hefir heimsótt konunga
og þjóðhöfðingja og mestu
valdamenn heimsins. En hún
er líka prinsessa sjálf, enda
þótt faðir hennar seldi kol og
ís, og móðir hennar tæki þvott,
til þess að geta alið önn fyrir
dætrunum þrem.
Skapgerðareinkenni Marian
koma skýrt í ljós í því, hvemig
hún svaraði blaðamanni einum,
sem spurði: „Hvað teljið þér