Úrval - 01.10.1946, Qupperneq 112
110
ORVAL
Þegar hún opnaði munninn
og söng, var eins og straumur-
inn sneri aftur til þeirra. Hún
flutti þeim aftur, af allri sinni
einlægni, þá góðvild, sem þeir
höfðu auðsýnt henni. Okkur
hefir lærzt, að Marian hefir
ekki einungis fagra rödd og
kann að beita henni til fulln-
ustu — henni er hinn sanni
töframáttur tónana í blóð bor-
in. Við hlustuðum ekki einungis
á hana til þess að heyra hana
syngja, heldur og til þess að
hrífast. Þennan páskadag tóku
75 þúsund Ameríkumenn þátt í
þessari hrifningu, og hún Ijóm-
aði í andlitum þeirra.
Valkyrjan.
YNNING mín af Isadoru
Ducan voru engan veginn
hægiát eða hávaðalaus.
Isadora! Þetta nafn mun ávalt
hljóma í eyrum núlifandi kyn-
slóðar sem tákn frama og dáð-
ar. En ég efast þó um að unga
fólkið, sem nú er að vaxa upp,
geri sér ljóst, hve mikið það á
Isadoru að þakka. Er því kunn-
ugt um þá staðreynd, að það er
vegna þess að Isadora var uppi,
að ungar stúlkur ganga nú
frjálsmannlegar, löngum skref-
um, um götur borganna? Að
það er henni að þakka, að bök
þeirra eru bein, að þær eru
hnarreistar, fagrar og hraustar,
að andi þeirra hefir varpað af
sér þeim kreddum og hjátrú,
sem íþyngdi ömmum þeirra.
Isadora var fædd byltinga-
kona. Þau voru fjögur systkin-
in, börn uppreistnargjarnrar
móður, sem skildi við mann
sinn, sem hún unni ekki, og dró
síðan fram lífið með tónlistar-
kennslu í San Francisco.
Síðar tók Elísabet við stjóm-
inni á skóla Isadoru í Berlín,
Águstin varð leikari og Ray-
mond gerðist meinlætamaður.
Og svo var það Isadora. Hún
var yngst, hugvitssömust, djörf-
ust — og ólánsömust.
Þegar hún var sex ára gömul,
fékk hún nokkur ungbörn úr
nágrenninu að láni, setti þau
niður í hvirfingu og kenndi
þeim að veifa handleggjunum.
Tíu ára gömul fór hún úr barna-
skólanum, þar sem hún hafði
ekkert lært, og stofnaði fyrsta
dansskólann sinn með Elisabetu
systur sinni. Tólf ára gömul
rak hún farandleikhús með
systkinum sínum. Hún hefir
varla verið eldri en sextán ára,
þegar hún, ásamt móður sinni,