Úrval - 01.10.1946, Side 115
LISTAMANNALlF
113
þetta. En þá kom babb í bátinn,
því að Sovétstjórnin vildi ekki
leyfa svo ungum börnum að
ur landi. Sum barnanna voru
ekki nema ellefu eða tólf ára
gömul — of ung að dómi stjórn-
arinnar í Moskvu.
Isadora flaug frá Moskvu til
Berlínar, en ekki ein. Það var
eitt vandræðabarn með henni,
sem átti eftir að reynast erfið-
ara en heill hópur barna —
Serge Essenine.
Hann var tuttugu og sjö ára
gamall, en Isadora þrjátíu og
átta. Hann var talinn eitt af
mestu skáldum Rússlands og
því var spáð, að hann mundi
verða annar Puskin. í Moskvu
var hann forkóifur spjátrunga,
sem drukku og dröbbuðu meðan
heiðvirðugir Rússar unnu allt
að tuttugu og f jórum stundum
á sólarhring, til þess að skapa
nýtt land. En Sovétstjórnin,
sem hafði tilhneigingu til að
hossa listamönnum, gat aldrei
agað hann.
Isadora sagði mér síðar, að
hún hefði farið þessa för ein-
göngu vegna hans, til þess að
sýna honum hina fögru veröld
fyrir utan ókleifa múra Sovét-
landamæranna. Enda þótt hún
berðist alla ævi sína gegn gift-
ingum og teldi þær undirokun
konunnar, giftist hún þó
Essenine áður en þau fóru frá
Rússlandi.
Essenine fagnaði hinum nýja
heimi eins og bam — eins
og gáfað en kviklynt öreiga-
barn — sem hefir verið leitt
inn í leikfangabúð og sagt
að velja sér það, sem það
langi í. f fyrstu gat hann aldrei
fengið nægju sína af fögruni
klæðum og skrautlegum far-
angri, rakvötnum og hárvötn-
um. Ekki heldur af áfengi eða
konum. Og þó að hungur hans
væri að nokkru satt, þráði hann
meira, og varð brátt óþjáll og
beinlínis hættulegur.
Ég hafði á meðan undirbúið
og auglýst fyrstu sýningu henn-
ar í Carnegie Hall. Það vakti
ekki mikla athygli og sala að-
göngumiða gekk treglega.
Að lokum rann upp dagurinn,
þegar e. s. „Paris“ átti að koma
með Isadoru innanborðs. Ég fór
niður á bryggju og um borð í
skipið og var allur á nálum.
Ég hitti Isadoru í reyksaln-
um, umkringda hópi blaða-
manna. Hún var ekki í neinni
grískri skikkju undir loðfeldin-
um, aðeins snotrum kjól með
Parísarsniði. Hún var lagleg