Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 117
L.ISTAMANNALÍF
115
„Jæja, þeir komust þá að
raun um að ég var saklaus,11
sagði Isadora við mig glaðlega,
þegar við stigum út í ferjuna.
Hún virtist láta sér þetta atvik
í Iéttu rúmi liggja, enda þótt
margir vinir hennar hefðu
reiðst. Hún leit á kyrrsetning-
una sem spaugilegt ævintýri og
ekkert annað.
Aðgöngumiðasalarnir í Carn-
egie Hall höfðu allt í einu mikið
að gera. Svo var Bandaríkja-
stjórn og dagblöðum New York-
borgar fyrir að þakka, að út-
selt var á þrjár sýningar innan
sólarhrings.
Á fyrstu sýningunni hélt
Isadora fyrstu ræðu sína.
„Hvers vegna verð ég að fara
til Moskvu, þegar þið hér í
Ameríku þurfið á dansi að halda
fyrir börn ykkar? Af hverju
stofnar Ameríka ekki skóla fyr-
ir mig? Ameríka hefir allt, sem
Rússland hefir ekki! Rússland
á annað, sem Ameríka á ekki!
Hvers vegna réttir Ameríka
ekki Rússlandi hönd sína eins
og ég hefi rétt fram mína
hönd?“
Ég sá fram á, að hún myndi
eyðileggja fyrir sér með slíku
tali, og ég sagði henni það.
„Dansaðu,“ sagði ég í bænar-
rómi. „Látum stjómmálamenn-
ina um ræðumar. Þú getur
kennt fólkinu meira með einni
hreyfingu handar þinnar í
„Mareillasinum“ en með þús-
undum orða.“
Ég lýsti fyrir henni almenn-
ingsálitinu. Byltingaróttinn var
mikill. Fólk vildi ekki hlusta á
hana; það mundi snúast gegn
henni.
Hún hlýddi á mig, yndisleg og
mild. Hún hlýddi ávalt á mig.
En hún hélt aftur ræðu. Það
var eins og hún væri tilneydd
að segja áhorfendum sínum frá
því, er henni bjó í brjósti. Hin
hvatvísa og agalausa Isadora
varð að tala, þó að það kæmi
henni í koll.
Fyrsta hneykslið skeði í Bost-
on. Essenine opnaði glugga á
Hljómlistarhöllinni, varpaði út
rauðum fána og hrópaði á rúss-
nesku: „Lengi lifi Bolsévism-
inn!“
Curley borgarstjóri varð fok-
reiður. Hann krafðist þess, að
sýningum yrði hætt.
Ég náði tali af Isadoru í síma.
„Hann drakk heldur mikið,
elskan — hvað get ég gert?
Verið þér ekki reiður, hr. Hur-