Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 122
120
■Crval
koma Essenines var fyrir neðan
allar hellur: hann var skáld og
snillingur; hvernig gat maður
búizt við því að hann hegðaði
sér eins og fólk flest?
Isadora græddi á sýningunum
— mér var vel kunnugt um það.
Andblásturinn sem hún mætti
og umtalið um hana, leiddi af
sér mikla aðsókn.
Samt varð hún að taka lán, til
þess að komast aftur til Evrópu.
Orsökin var falin í ferðatöskum
Essenines.
í töskum hans var geymt
mörg þúsund dala virði af
skrautklæðnaði og munaðar-
varningi — en Isadora fékk
ekki að snerta neitt af því.
Þegar hún hélt heim til
Moskvu, átti hún ekki annað
fata en þau, sem hún stóð í. Öll
hin glæsiíegu klæði hennar voru
horfin — horfin ofan í töskur
Essenines.
Ég hitti Isadoru aftur í
París árið 1927, árið, sem hún
dó. Ég fékk bréf frá henni, þar
sem hún sagðist vona að ég
hefði fyrirgefið henni öll
óþægindin, sem hún olli mér í
Ameríku. Hún spurði, hvort ég
vildi finna sig, þótt ekki væri
nema rétt sem snöggvast.
Ég fór á fund hennar og við
snæddum miðdegisverð saman.
Hún sagði mér frá sambúð sinni
við Essenine síðustu mánuðina,
og hve óhamingjusöm hún hefði
verið.
Þau höfðu farið til Moskvu,
eftir að hafa lent í ýmsum
hneykslismálum í París og
Berlín. En ,,elskan“ hennar,
hinn fríði og mislyndi ungling-
ur, sem allt líf hennar snerist
um, vildi ekki búa með henni
lengur.
Hann hafði margoft hótað að
fara frá henni. Og þegar hún
ávítaði hann fyrir að hafa gifzt
sér til f jár, dró hann seðlabunka
upp úr vasa sínum og reif seðl-
ana í tætlur fyrir augum henn-
ar.
Hann sagði við fréttaritara:
„Auðvitað giftist ég Isadoru
vegna peninganna!" Og í næstu
andrá sagði hann: ,,Ég er brjál-
aður af ást til Isadoru, en hún
drekkur svo mikið, að mér er
ómögulegt að búa með henni.“
Það var óhjákvæmilegt, að
hann fremdi sjálfsmorð, en að
vísu á frumlegan hátt. Hann
hafði talað um sjálfsmorð í
New York, þar sem Woolworth-
byggingin hafði freistað hans.
Hann kvaðst ætla að stökkva
ofan af turninum, með handrit