Úrval - 01.10.1946, Page 128
126
tJrval
og æ að hugsa um „stúlkurnar
sínar.“ Hún æfoi sig tímunum
saman einsömul á auðu sviðinu.
Hún var ávalt eirðarlaus og
leitandi, vildi sjá allt og heyra.
Stundum hélt hún átta eða níu
sýningar á viku.
Mér var kunnugt um, að
henni lá oft við örvæntingu, og
þeim mun óblíðari þótti mér ör-
lög hennar, sem bundu hana
Dandre. Hann var reglusamur
og smámunasamur með afbrigð-
um. Þó að hún kynni vel að
meta þessa kosti hans, gramdist
henni oft. Hann var svo altekinn
af steinrunnri íhaldsemi stéttar
sinnar, að hann var andstæð-
ingur allra nýjunga og breyt-
inga. Þegar hún sagði honum
að sig langaði aftur heim til
Rússlands, því að hún hreifst
af framförunum, sem orðið
höfðu þar eftir að Sovétstjórnin
komst til valda, varð holdugt
andlit hans náfölt. Hann kærði
sig ekki um að fara.
Fangelsun hans var orsök
þess, að hún fann sig knúða til
að bindast honum. Síðar varð
hann henni nauðsynlegur sem
fulltrúi — hann mundi allt og
réði fram úr öllum vandamálum
— og hún gat ekki hugsað sér
að vera án hans.
Við borðuðum oft saman í
hótelherbergi hennar. Dandre
bjó til te fyrir Pavlovu hálfri
stundu áður en hún fór í leik-
húsið. Hún fylgdist vel með
mataræði hans, og stríddi hon-
um í viðurvist okkar, til þess að
hann hámaði ekki í sig kræs-
ingamar, sem voru að fita hann
hann meira og meira.
En þegar við vorum farin í
leikhúsið, kom það oft fyrir, að
þjónn rogaðist með hlaðinn
bakka upp til Dandre. En
Povlova vissi ekkert um þessar
leynilegu máltíðir, sem hlóðu á
hann spiki, þrátt fyrir umvand-
anir hennar.
Einhver hagfræðingur hefir
reiknað út, að Pavlova hafi
ferðast yfir 550 þúsund kíló-
metra urn ævina, eða sem svar-
ar fjórtán sinnum kring um
miðjarðarbaug. Það kann að
vera, að aðrir listamenn hafi
ferðast lengri leið til þess að
sýna fólki listir sínar, en víst
er um það, að Anna Pavlova
dansaði fyrir fólk með fjöl-
breyttari litarhátt en nokkur
önnur dansmær. Hún dansaði
fyrir Kínverja, Japana og Zulu-
menn; hún dansaði fyrir kon-
unga og drottningar; en eink-