Úrval - 01.10.1946, Síða 130
128
ÍÍRVAL
in af kvefi, sem hún hafði feng-
ið, er hún lenti í jámbrautar-
slysi í Suður-Frakklandi . . .“.
Kvefið snerist upp í brjóst-
himnubólgu, og hun dó 22. janú-
ar, átta dögum fyrir fertugasta
og sjötta afmælisdaginn sinn.
Hún dó fyrir aldur fram. Hún
var enn fögur á að líta, líkami
hennar var eins og tvítugrar
stúlku. En hún var ekki tvítug
stúlka lengur.
Hún hafði ekki átt að vera
á þessum sífelldum ferðalögum
um hávetur, í illa hituðum jám-
brautarlestum, dauðþreytt og
veikluð.
Hún hafði aldrei borizt mikið
á. Hún leigði sér aðeins laglegt
hótelherbergi, klæddist ekki
dýrum skinnkápum og bar ekki
gimsteina — þó átti hún gim-
steina frá æskuárunum í Péturs-
borg, en þá geymdi hún í banka-
hólfi.
Hún þurfti ekki á dýrum
klæðum að halda; hún klæddi
sig ávallt af mikilli smekkvísi.
Það var áhrifamikill viðburður,
þegar hún kom inn í herbergi.
Hún bar fyrir sig fæturna af
list. Hún þarfnaðist einskis
skarts, og þráði það ekki held-
ur.
Hún þurfti ekki að leggja
svona hart að sér fjárhagsins
vegna — hún lét eftir sig um
hálfa milljón dala við andlát
sitt.
Hvers vegna vann hún sig þá
í hel ? Ég hefi myndað mér mína
eigin skoðun um það. Ég held,
að hún hafi ekki getað lifað án
þess að vinna, af því að hún
hafði útilokað alit nema vinn-
una úr lífi sínu, og það var líka
orðið um seinan að snúa við og
reyna að lifa lífi, sem hún hafði
farið á mis við.
Dandre erfði jarðeignir henn-
ar, en þar sem þau höfðu ekki
verið löglega gift, varð mála-
rekstur út af öðrum eignum
hennar. Sovétstjómin, sem
ávallt gætir réttar borgara
sinna af mikilli árvekni, gerði
kröfu fyrir hönd móður Pav-
lovu, sem enn var á lífi í Lenin-
grad.
Að lokum tókst Sovétstjóm-
inni að þræla út 150 þúsund döl-
um til handa hinni óþekktu,
gömlu konu í Leningrad, og
Dandre hlaut afganginn.