Úrval - 01.11.1954, Síða 29

Úrval - 01.11.1954, Síða 29
LAMB EÐA KÓPUR? 27 er sagt, að þegar Jakob hitti Rakel, hafi hann kysst hana og brostið í grát. Slík frásögn myndi vekja hneyksli hjá sum- um þjóðum. Aftur á móti má segja, að Jakob hafi hlappað hanni á höfuðið eða eitthvað þvílíkt. Á Afríkumállýzku einni þótt- ust kristniboðar hafa fundið á- gætt orð yfir það, sem á Biblíu- máli er nefnt „gistivinátta". En þá komust þeir að því, að orðið hafði sérstaka merkingu: að lána öðrum eiginkonu sína eða eiginkonur. Þeir urðu því að leita að orði sem hafði almenn- ari merkingu. Ekki verða vandkvæðin minni þegar finna þarf orð yfir óhlut- lægari hugtök Biblíunnar. Orð- ið ,,guð“ veldur oft miklum erf- iðleikum. Ótækt er að velja nokkurt af guðaheitum fjöl- gyðistrúarbragðanna, því að þeim fylgir svo mikið af alls- konar hugmyndum, sem eru ó- samrýmanlegar kenningum Biblíunnar. Sumir Bibiíuþýðend- ur notast við orðið Jahve, en í öðrum tilfellum segja menn „hinn hái, „hinn mikli“, „sá, sem býr á himnum“, o. s. frv. Hjá negrakynþætti einum í Kenya var guð í fyrstu táknaður með orði, sem þýðir í rauninni „hvíta stúlkan". En áður en langt um leið reyndist óhjákvæmilegt að velja annað orð í staðinn. Orðið „andi“, „heilagur andi“, er þýtt á tamilmálið með orði, sem í raun og veru þýðir „gufa“. Frelsari heitir á negramáli einu „sá, sem skapar vorið.“ Indverjar skynja ekki eilífð- ina á sama hátt og við; þeir líta á hana sem tímabil eilífra umskipta. Þessvegna hefur tamilmálið ekkert orð yfir ,,von“ í trúarlegri merkingu, en í Bib- líuþýðingunni er í staðinn not- azt við „góð trú“. Mállýzka ein í Afríku hefur ekkert orð, sem samsvarar hugtakinu ,,trú“ í merkingu Biblíunnar. Kristni- boðar nota orð, sem þýðir „berg- mál“. Trúin er bergmál raddar guðs í hjörtum mannanna. Sukrimálið, sem talað er af papúum á Nýju Guineu, hefur ekkert viðunandi orð yfir „kær- leika“. Menn segja „senda yl til hjartans" — sem er alls ekki fráleitt. A öðrum frumstæðum rnálum gegnir maginn hlutverki hjartans. Að elska heitir „mag- inn deyr“, að hata „maginn rís upp“, að reiðast „maginn bít- ur“. Okkur myndi skiljanlega þykja slíkt mál á Biblíunni harla skrítið. Frumstæð tungumál eru oft mjög nákvæm á sumum svið- um og blæbrigðarík. Á Bali taka mannanöfn t. d. með sér per- sónulegan greini, sem er mis- munandi og fer eftir rnannvirð- ingum. Jesús getur t. d. ekki haft sama greini og lærisvein- arnir. — Um jafn venjulegar at- hafnir eins og „að ganga“ og „að tala“ eru notuð mismunandi orð eftir stétt og stöðu viðkom- andi persónu. Rangt orðaval 4*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.