Úrval - 01.02.1955, Síða 60

Úrval - 01.02.1955, Síða 60
-58 ÚRVAL að halda hringrásinni gang- andi. Það er undarleg tilhugs- un, að allt líf á jörðinni mundi staðna á aðeins þrem árum, ef dauðinn væri ekki . . . Geðheilsa og bílslys. Dánartala af völdum bílslysa er hvergi hærri en í Bandaríkj- unum. En bilið milli þeirra og landa Vestur-Evrópu mjókkar óðum, einkum virðist ástandið í þessum málum fara versn- andi í Vesturþýzkalandi. Á undanförnum árum hefur slysa- dauðinn herjað svo mjög á bílvegum landsins, að þýzk yf- irvöld hafa stofnað til ítar- legra rannsókna á orsökum þessara tíðu slysa. Niðurstöð- ur þessara rannsókna hafa að ýmsu leyti komið mönnum á óvart. Dr. Heinz Kuhnert í Köln hefur rannsakað slysaskýrslur frá stórbæ í Norðvesturþýzka- landi. í borginni eru 43000 bílstjórar og á undanförnum fimm árum hafa orðið þar álíka mörg bílslys, sem lög- reglunni hefur borizt vitneskja um. En aðeins 17% bílstjór- anna hafa lent í þessum slys- um. 0,5% bílstjóranna áttu sök á 8% slysanna og 4,5% áttu sök á 47% allra slysanna! Með öðrum orðum: meiri- hluti bílstjóranna kemst hjá slysum, það er aðeins örlítill hópur þeirra sem veldur næst- um öllum slysunum. Sálfræð- ingurinn dr. Werner Winkler hefur rannsakað sambandið milli geðheilsu bílstjóranna og „slysni“ þeirra. Það kom í ljós, gagnstætt því sem ætlað hafði verið, að viðbragðsflýtir bílr stjórans ræður ekki mestu um það hvort hann er öruggur við akstur. Viðbragðsflýtir beztu bílstjóranna var aðeins í meðal- lagi. Aftur á móti var við- bragðsflýtir margra þeirra bíl- stjóra, sem oft lentu í slysum, alllangt fyrir ofan meðallag, en jafnframt kom í ljós, að skap- gerð þeirra eða geðheilsu var á- bótavant, mjög bar á jafnvægis- skorti og margir höfðu ein- kenni geðklofa. Rannsóknir dr. Winklers leiddu einnig í ljós, að venjulegar prófanir á við- bragðsflýti manns eru í rauninni ekki vitnisburður um annað en viðbragðshæfni hans á þeirri stund sem prófið fer fram, en ekki hvernig hún er að stað- aldri við akstur. Niðurstöður þessara rann- sókna eru þær, að persónuleiki bílstjórans skipti miklu meira máli en viðbragðsflýtirinn. Sjálfsagi, hæfileiki til einbeit- ingar, ábyrgðartilfinning sem ekki slævist fyrir áhrif vanans, tillitssemi — þessir eiginleikar í fari bílstjóranna ráða mestu um umferðaröryggið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.