Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 60
-58
ÚRVAL
að halda hringrásinni gang-
andi. Það er undarleg tilhugs-
un, að allt líf á jörðinni mundi
staðna á aðeins þrem árum, ef
dauðinn væri ekki . . .
Geðheilsa og bílslys.
Dánartala af völdum bílslysa
er hvergi hærri en í Bandaríkj-
unum. En bilið milli þeirra og
landa Vestur-Evrópu mjókkar
óðum, einkum virðist ástandið
í þessum málum fara versn-
andi í Vesturþýzkalandi. Á
undanförnum árum hefur slysa-
dauðinn herjað svo mjög á
bílvegum landsins, að þýzk yf-
irvöld hafa stofnað til ítar-
legra rannsókna á orsökum
þessara tíðu slysa. Niðurstöð-
ur þessara rannsókna hafa að
ýmsu leyti komið mönnum á
óvart.
Dr. Heinz Kuhnert í Köln
hefur rannsakað slysaskýrslur
frá stórbæ í Norðvesturþýzka-
landi. í borginni eru 43000
bílstjórar og á undanförnum
fimm árum hafa orðið þar
álíka mörg bílslys, sem lög-
reglunni hefur borizt vitneskja
um. En aðeins 17% bílstjór-
anna hafa lent í þessum slys-
um. 0,5% bílstjóranna áttu
sök á 8% slysanna og 4,5%
áttu sök á 47% allra slysanna!
Með öðrum orðum: meiri-
hluti bílstjóranna kemst hjá
slysum, það er aðeins örlítill
hópur þeirra sem veldur næst-
um öllum slysunum. Sálfræð-
ingurinn dr. Werner Winkler
hefur rannsakað sambandið
milli geðheilsu bílstjóranna og
„slysni“ þeirra. Það kom í ljós,
gagnstætt því sem ætlað hafði
verið, að viðbragðsflýtir bílr
stjórans ræður ekki mestu um
það hvort hann er öruggur við
akstur. Viðbragðsflýtir beztu
bílstjóranna var aðeins í meðal-
lagi. Aftur á móti var við-
bragðsflýtir margra þeirra bíl-
stjóra, sem oft lentu í slysum,
alllangt fyrir ofan meðallag, en
jafnframt kom í ljós, að skap-
gerð þeirra eða geðheilsu var á-
bótavant, mjög bar á jafnvægis-
skorti og margir höfðu ein-
kenni geðklofa. Rannsóknir dr.
Winklers leiddu einnig í ljós,
að venjulegar prófanir á við-
bragðsflýti manns eru í rauninni
ekki vitnisburður um annað en
viðbragðshæfni hans á þeirri
stund sem prófið fer fram, en
ekki hvernig hún er að stað-
aldri við akstur.
Niðurstöður þessara rann-
sókna eru þær, að persónuleiki
bílstjórans skipti miklu meira
máli en viðbragðsflýtirinn.
Sjálfsagi, hæfileiki til einbeit-
ingar, ábyrgðartilfinning sem
ekki slævist fyrir áhrif vanans,
tillitssemi — þessir eiginleikar
í fari bílstjóranna ráða mestu
um umferðaröryggið.