Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 89
„AÐ ÞEKKJA SJÁLFAN SIG ER ÞYNGRI ÞRAUTIN'
87
málsins er, að reynsla, sem er
gleymd, og áform, sem við get-
um ekki gert grein fyrir, hafa
áhrif á athafnir okkar. Slíkt
á sér stað, því'verður ekki neit-
að.
Og meira en það. Það sem
við getum ekki grafið upp úr
vitundinni, m. ö. o. það sem
við getum ekki fært í orð og
hugsanir, virðist hafa sterkari
þvingunaráhrif á okkúr en svo-
nefndar meðvitaðaí’ óskir og
reynsla. Dulvitaðar hvatir mín-
ar, þ. e. hvatir sem vitundin
nær ekki til, breytast beint í at-
hafnir einmitt af því áð hug-
urinn, þ., e. vitundin, fær ekki
tækifæri til að fjalla um þær
og skynsemin ekki til að leggja
dóm á þær.
Sér hver fullorðinn maður
býr yfir óendanlega fjölbreyti-
legri reynslu, hvötum og ósk-
um, sem hafa stöðugt áhrif á
hegðun hans. Hinar dulvituðu
hvatir birtast á tvennan hátt.
Annar er sá þegar hvatir
breytast í athafnir, sem ein-
staklingurinn sjálfur er ekki
ánægður með. Páll postuli lýs-
ir þessu í hinum fleygu orðum
sínum: „Hið góða, sem ég vil,
það geri ég ekki, en hið illa,
sem ég vil ekki, það geri ég.“
"l/dÐ ERUM hér komin inn á
™ svið þar sem allir menn eiga
sorglega reynslu í ríkum mæli.
Maður hugsar gang sinn ræki-
lega og veit hvað manni ber að
gera. Þ. e. við metum og vegum
þær hvatir, sem vitund okkar
þekkir og komumst að ákveð-
inni niðurstöðu. En þegar til
kemur breytum við allt öðru-
vísi en við höfðum ætlað okk-
ur. Stundum tökurn við ekki
eftir því fyrr en öllu er lokið.
En oftast tökurn við eftir því
meðan á því stendur, án þess
þó að við stöldrum við á hihni
röngu braut. Við föllum blátt
áfram í þá ómótstæðilegu freist-
ingu að breyta gagnstætt hinni
meðvituðu dómgreind okkar.
Dæmi: Ég heyri eitthvað Ijótt
um náungann. Mér er eriginn
akkur í að bera söguna lengra,
þvert á móti, það gæti vaidið
mér óþægindum. Ég einset mér
að þegja. En áður en minnst
varir stend ég sjálfan mig að
því að segja söguna. Hvers-
vegna? Það veit ég ekki. Ég er
bara svona.
Sjálfur segist ég kannski vera
opinskár að eðlisfari og eiga
erfitt með að varðveita leynd-
armál. Hvaða hvatir lágu til
þess að ég talaði, jafnvel þeg-
ar mér var hagkvæmast að
þegja, veit ég ekki. Aðrir segja
að ég sé slúðurberi. Þeir taka
kannski eftir, að ég hafði
ánægju af því að segja Ijótt um
náungann. í þessu tilfelli er
dulvitundin fulltrúi hins rang-
láta, hins illa. En því fer fjarri
að svo sé alltaf. Hvatvís og
að því er virðist vanhugsuð
ákvörðun getur verið réttari en
gagnhugsuð ákvörðun. Rök-
hugsun mannsins er ekki alltaf