Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 43
Tæki með tuttugu
Heyrnin.
Ef spurt væri hvert skiln-
ingarvita vorra við teldum
nauðsynlegast, myndu sjálf-
sagt flestir svara því til, að
það væri augað. Að vissu leyti
kann það að vera rétt. Þó er
ekki víst nema okkur kunni að
hætta til að vanmeta þýðingu
heyrnarinnar í daglegu lífi okk-
ar og umgengni við aðra menn.
Þeir eru margir, sem fundið
hafa meira til missis heyrnar
en sjónar.
Hversu mjög maðurinn finn-
ur til þessa eða hins, fer að
miklu leyti eftir því, að hve
miklu leyti hann hefir verið bil-
aður frá fæðingu. Þeir, sem
fæddir eru blindir eða heyrnar-
lausir, snúast ekki við því á
MANNS-
EYRAÐ
þúsund strengjum
sama hátt og hinir, sem orðið
hafa það síðar á æfinni.
Öllum er það þó sameiginlegt,
að þeir reyna eftir megni að
bæta sér þessa vöntun upp, á
einn eða annan hátt. Sá sem
blindur er, leitar uppbótar í því,
að skerpa næmleika heyrnar og
tilfinningar til hins ítrasta.
Heyrnarleysinginn reynir að
þjálfa augun til að sjá það, sem
hann ekki fær heyrt. Hann ven-
ur sig á að lesa af vörum ann-
ara, en sín eigin orð heyrir hann
ekki.
Hann lifir í hinni miklu þögn,
og ber skapferli hans þess oft
merki er fram líða stundir.
Heyrnarlaus maður verður oft
einrænn og tortrygginn. Blind-
37