Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 74
ÚRVAL
DALUR DAUÐANS
hafði farið yfir jörðina, þráð-
beina leið. Hinum megin voru
fieiri hnullungar með samskon-
ar slóð á eftir sér. Hvað hafði
ýtt steinunum áfram, með þess-
um hætti? „Sumir vísindamenn
telja að það séu jarðskjálftar,“
sagði vörðurinn — „aðrir segja
að það sé vindurinn, en það
þyrfti meira en lítinn gust til
að feykja 600-punda kletti úr
stað. Eg býst ekki við að þessi
gáta verði ráðin, fyrr en ein-
hverjir vísindamenn setjast hér
hér að í tjöldum og sjá einhvern
þeirra hreyfast."
Þegar við komum aftur til
aðalstöðvanna, tók ég bílinn
minn og hélt af stað til „Stove-
pipe Wells“. Ég sá skuggalegt,
dökkt ský fjarst úti við sjón-
deildarhring. Langir geislar af
regni lágu í rákum niður til
jarðar. Ég ók hraðar og kærði
mig ekkert um að lenda í ein-
hverju syndaflóði. En brátt sá
ég að slík flóttatilraun var til-
gangslaus. Skýið var nú beint
yfir mér og ég bjóst við hinu
versta.
En mér til mikillar furðu
féll ekki einn einasti regndropi
til jarðar. Loftið var svo þurrt
og heitt, að regnið sem féll úr
skýinu, e. t. v. 2500 fet fyrir
ofan mig, eyddist og gufaði upp
löngu áður en það kom til jarð-
ar. Svo minntist ég þess að þetta
var fyrirbæri, sem ég hafði
heyrt að kæmi oft fyrir á þess-
um slóðum. Þetta var einungis
eitt atriði í hinni stórkostlegu,
síbreytilegu sýningu náttúrunn-
ar: Dal Dauðans. s- H-
í styrjöldum hafa menn alltaf fundið leynivopn. til þess að nota.
Eitt var hinn svonefndi „gríski eldur“, en sú bardagalist var notuð
í austur-rómverska rikinu, og forðaði þvi hreinlega frá hruni í bili,
þegar áhangendur Múhameðs sóttu á ríkið á landi en þó einkum
sjó. Þessi „gríski eldur“ var blanda af nítrati, brennisteini og nafta,
og var táðum kaðli eða öðru slíku, sem vætt hafði verið með blönd-
unni, skotið úr rörum eða með örvum á víggirðingar og skip.
Talið er að Grikkinn Kallinkos frá Heliopolis hafi fundið upp þetta
,,leyniivopn“ um 668 e. Kr„ og varð það sérstaklega áhrifarikt þegar
sótt varð að Miklagarði (Byzantium — Konstantínópel = Istanbul)
frá sjó. Þetta tafði það að Tyrkir tækju borgina, en svo lauk að
þeir smíðuðu fallbyssur, sem ekki hafa orðið í annan tíma stærri,
og þar eftir kom „gríski eldurinn“ að litlum notum.
68