Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 44
MANNSEYRAÐ
ÚRVAL
Hvort er nauðsynlegra, — sjón eða heyrn? Hvorugt vill auð-
vitað nokkur maður missa. Hitt er þó staðreynd, að sá sem
heyrnarlaus er, á erfiðara með að fella sig við lífið en hinn
sjónlausi. Ekki síst vegna þess, að hann vantar iðulega málið
líka ....
Mörg heimsfræg tónskáld hafa að meira eða minna leyti þjáðst
af heyrnarleysi. Má þar til nefna Mozart, Beethoven, Bruckner,
Smetana og Dvorák. Vera má að þar hafi að einhverju leyti verið
að finna orsök þess, að tónarnir urðu þeim svo ósegjanlega mikils
virði. Beethoven gekk með heyrnarbilun allt frá æskuárum, og
ágerðist hún svo mjög, að 28 ára gamall var hann orðinn algjör-
lega heyrnarlaus. En hann hélt áfram að semja, og tónlist hans
varð æ fullkomnari. Flest hinna frægustu tónverka hans, — svo
sem ,,Tunglskins-sónatan“, „Eroica-sónatan“ og allar symfóníur
hans eftir það, eru samdar af manni, sem ekki heyrði hið minnsta
hljóð.
Þegar Beethoven samdi mesta meistaraverk sitt, níundu symfón-
íuna, hafði hann verið heyrnarlaus í 25 ár. Að hafa skapað þetta
dýrðlega tónverk, og aldrei fengið að heyra það sjálfur, er
dapurlegasta harmsaga þessa stórfenglegasta snillings tónlistar-
sögunnar.
ur maður skynjar hinsvegar
langtum betur vanmátt sinn, og
viðurkennir að honum er nauð-
ugur einn kostur að taka því
með þökkum að honum sé hjálp-
að.
Við kunnum yfirleitt ekki að
meta gæðin fyrr en við höfum
misst þau. Að hafa augu sem
sjá, eyru sem heyra, — það
gerir þá, sem svo eru hamingju-
samir, að milljónamæringum ...
'Þannig heyrum viö.
Það, sem við köllum hljóð, er
hreyfing í loftinu. Þegar streng-
ur er látinn sveiflast, myndar
þrýstingurinn litlar öldur 1 loft-
inu, sem nefnast hljóðbylgjur.
Og þegar þessar hljóðbylgjur
lenda á öðrum streng, fer hann
að sveiflast á sama hátt og þær.
Þetta köllum við bergmál eða
óm. Samkvæmt algengustu
fræðikenningum, er þetta lög-
málið fyrir heyrninni.
I þessu sambandi má geta
þess, að í innra eyra mannsins
eru rúmlega 20.000 fíngerðir
strengir!
Nú kemur hljóðbylgjan að ut-
an, leiðist gegnum ytra eyrað,
inn í hlustargöngin og lendir
þar á hljóðhimnunni, sem þanin
er fyrir opið inn í miðeyrað
eða hlustina. Þaðan halda hljóð-
bylgjurnar áfram til innra eyr-
ans og koma þar ýmsum
strengjum á hreyfingu. Við
það kemst heyrnartaugin í
38