Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 14

Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 14
TJRVAL BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR tækur kínverskur fiskimaður, og nefndi drengina Chang og Eng frá fæðingu voru þeir fastir saman með húðfellingu neðarlega á brjósti, og sneru þeir fyrst saman andlitum, en smátt og smátt tognaði svo á bandinu, að þeir gátu staðið og gengið hlið við hlið. Tengi- fellingin var viðkvæm og væri hún snert í miðju fundu báðir snertinguna. Bræðurnir voru sýndir á meg- inlandi Evrópu um skeið, síðan fóru þeir til Ameríku, og þar leysti Barnum til sín starfs- eða sýningarsamning þeirra. Tvíburarnir frá Síam voru vanstilltastir allra þeirra, sem Barnum hafði með að gera. Náttúran hafði gert þeim grikk ao fleiru en einu leyti. Þótt þeir væru samtengdir, Chang og Eng, þá voru þeir andstæður í allan máta, og höfðu andúð hvor á öðrum. Chang, vinstra megin og lægri vexti, var bæði ölkær og vífinn. Eng var bókhneigð- ari og greindari, og hafði gam- an af skák. Bræðurnir urðu ríkir fyrir það hvemig þeir voru skapaðir, en þeir lifðu þó fyrir það eitt að losna hvor við annan. Fjölda margir læknar voru tilkvaddir, en enginn gat lofað þeim að þeir kynnu að lifa svo mikið sem dagstund hvor í sínu lagi. Loks urðu ,,samfestingarnir“ þreytt- ir og leiðir á sýningarlífinu, sögðu samningum sínum við Barnum upp, og keyptu sér plantekru í Suður-Karólína- fylki. Þar áttu þeir náðuga daga, og höfðu þræla til að vinna fyrir sig. Þá var það, þegar þeir voru rösklega fertug- ir, að þeir urðu svo til samtím- is ástfangnir í dætrum írsks bónda í nágrenninu. Eng gekk að eiga Sally Yates, Chang kvæntist Addie Yates. Nú varð að semja, og hús var byggt skammt frá því, sem fyrir var. Tvö heimili voru stofnuð; Chang, Eng og Sally voru þrjá daga í húsi Engs, síðan voru Chang, Eng og Addie þrjá daga í húsi Changs. Þetta fyrirkomu- lag virtist gefast vel, og ekki skapa neinar hindranir, því að tvíburarnir áttu alls tuttugu og eitt barn. Þeir „samfestingar" misstu þræla sína og fjármuni í borg- arastyrjöldinni, réðu sig til Barnums, komust aftur í álnir og fóru frá Barnum og aftur til búgarða sinna í Karólínu. Þeir voru þá sextíu og þriggja ára, en framtíðin virtist trygg, enda þótt Chang hefði kvartað um lasleika. En allt í einu kom fregn um endalokin. Chang hafði verið eirðarlaus kvöld eitt þegar þeir gengu til hvílu. Ein- hverntíma milli miðnættis og dögunar risu þeir á fætur og sátu framan við arineld, enda þótt Eng andmælti því og segð- ist vera syf jaður. Chang lét ekki segjast og kvaðst finna til í brjóstinu ef þeir lægju út af. Þeir fóru þó stuttu síðar aftur 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.