Úrval - 01.09.1960, Side 14
TJRVAL
BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR
tækur kínverskur fiskimaður,
og nefndi drengina Chang og
Eng frá fæðingu voru þeir
fastir saman með húðfellingu
neðarlega á brjósti, og sneru
þeir fyrst saman andlitum, en
smátt og smátt tognaði svo á
bandinu, að þeir gátu staðið
og gengið hlið við hlið. Tengi-
fellingin var viðkvæm og væri
hún snert í miðju fundu báðir
snertinguna.
Bræðurnir voru sýndir á meg-
inlandi Evrópu um skeið, síðan
fóru þeir til Ameríku, og þar
leysti Barnum til sín starfs-
eða sýningarsamning þeirra.
Tvíburarnir frá Síam voru
vanstilltastir allra þeirra, sem
Barnum hafði með að gera.
Náttúran hafði gert þeim grikk
ao fleiru en einu leyti. Þótt
þeir væru samtengdir, Chang og
Eng, þá voru þeir andstæður í
allan máta, og höfðu andúð hvor
á öðrum. Chang, vinstra megin
og lægri vexti, var bæði ölkær
og vífinn. Eng var bókhneigð-
ari og greindari, og hafði gam-
an af skák.
Bræðurnir urðu ríkir fyrir
það hvemig þeir voru skapaðir,
en þeir lifðu þó fyrir það eitt
að losna hvor við annan. Fjölda
margir læknar voru tilkvaddir,
en enginn gat lofað þeim að
þeir kynnu að lifa svo mikið sem
dagstund hvor í sínu lagi. Loks
urðu ,,samfestingarnir“ þreytt-
ir og leiðir á sýningarlífinu,
sögðu samningum sínum við
Barnum upp, og keyptu sér
plantekru í Suður-Karólína-
fylki. Þar áttu þeir náðuga
daga, og höfðu þræla til að
vinna fyrir sig. Þá var það,
þegar þeir voru rösklega fertug-
ir, að þeir urðu svo til samtím-
is ástfangnir í dætrum írsks
bónda í nágrenninu. Eng gekk
að eiga Sally Yates, Chang
kvæntist Addie Yates. Nú varð
að semja, og hús var byggt
skammt frá því, sem fyrir var.
Tvö heimili voru stofnuð;
Chang, Eng og Sally voru þrjá
daga í húsi Engs, síðan voru
Chang, Eng og Addie þrjá daga
í húsi Changs. Þetta fyrirkomu-
lag virtist gefast vel, og ekki
skapa neinar hindranir, því að
tvíburarnir áttu alls tuttugu og
eitt barn.
Þeir „samfestingar" misstu
þræla sína og fjármuni í borg-
arastyrjöldinni, réðu sig til
Barnums, komust aftur í álnir
og fóru frá Barnum og aftur til
búgarða sinna í Karólínu. Þeir
voru þá sextíu og þriggja ára,
en framtíðin virtist trygg, enda
þótt Chang hefði kvartað um
lasleika. En allt í einu kom
fregn um endalokin. Chang
hafði verið eirðarlaus kvöld eitt
þegar þeir gengu til hvílu. Ein-
hverntíma milli miðnættis og
dögunar risu þeir á fætur og
sátu framan við arineld, enda
þótt Eng andmælti því og segð-
ist vera syf jaður. Chang lét ekki
segjast og kvaðst finna til í
brjóstinu ef þeir lægju út af.
Þeir fóru þó stuttu síðar aftur
8