Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 125
SVARTA RÖSIN
ÚRVAR
af þekkingu aldanna. Hver eiga
að vera örlög hennar?“
„Ágæti Chang Wu,“ svaraði
Walter. „Ég hefi verið að velta
því fyrir mér hvort þú þekkir
nokkuð til kínversks kaup-
manns, er Sung Yung heitir, en
stundum er kallaður „Leiftur-
úr-svörtu-skýi“ ?“
Smágerðir andlitsdrættir
sendiherrans kipruðust saman
og sýndu hina dýpstu fyrirlitn-
ingu.
„Sung Yung,“ sagði hann og
spýtti nafninu út úr sér. „Já,
ég veit margt um þennan mann,
og hann er úlfur, sem rífur í
sig þá af hans eigin flokk, sem
falla á hlaupunum. Þú munt líka
fá að heyra mikið frá þessum
Sung Yung, því að hann er líf-
ið og sálin í flokki stríðsæs-
ingamanna.“
Það var rökkvað þegar þeir
riðu inn í borgina, og Walter
varð undrandi. Hann hafði bú-
izt við að sjá eitthvað af þeirri
skelfingu, sem hafði gripið um
sig út um sveitirnar, en nú var
markaðsdagur og ekki varð
annað séð en allt færi fram með
eðlilegum hætti. Menn gengu
um með stranga undir höndun-
um, og Walter gerði ráð fyrir
að það væru pappírspeningar.
Það dróst ekki á langinn að
sinna því erindi, sem Walter
hafði að gegna, því að þegar
næsta morgun skýrði Chung Wu
honum frá því, að mörg viðtöl
hefðu verið ráðin með leiðandi
mönnum í borginni.
„Engin vitneskja hefur feng-
izt hjá þjónum Sung Yung,“
bætti sendiherrann við. „Það
virðist ólíklegt að vinir þínir
tveir séu hér, þótt leitinni verði
haldið áfram af alúð og þraut-
seigju. 1 myrkri óvissunnar er
þó vonarglampi. Það er vitað
að Lu Chung er í Kinsai. Fing-
ur réttvísinnar munu brátt
hremma þennan siðspillta skálk,
og þá mun hann leysa frá
skjóðunni. Og hann mun tala
bæði fljótt og ákaflega! Ungi
menntamaður mun þá vita um
vini sína.“
Þeir fóru í heimsóknir víða
um borgina, og allstaðar sá
Walter pappírspeninga liggja í
stórum haugum og án þess að
um þá væri hirt, rétt einsog
þeir væru ekki þess virði að
bera þá brott. Undir kvöld voru
þeir, sem heimsóttir voru, upp-
teknir af því að spila ehe-tsin
eða leika að teningum og bein-
plötum á borðum, sem skipt
var í rauðar og svartar rendur.
Aldrei voru samræðurnar látn-
ar hafa áhrif á spilamennskuna.
Tvívegis ræddu þeir við ein-
staklinga, sem sýnt var að voru
mikilsráðandi menn. Báðir voru
þeir í afsíðis herbergjum bak
við járnslár og voldugar skrár,
og þeir ræddu við Chung Wu
lágum og varfærnum rómi.
Þegar þetta hafði gengið
klukkustundum saman, sagði
sendiherrann ánægjulega við
Walter:
„Það er gott, ungi mennta-
119
i