Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 58
Furðuverk fornaldar IV
Risinn í Rhodos
Rhodos er austust þeirra
fögru eyja, sem dreifðar eru um
Egiska-hafið milli Grikklands
og Litluasíu. Ibúarnir sögðu
sólguðinn hafa dregið eyjuna úr
sævardjúpi, og nefndu sig Heli-
adae — börn sólarinnar. Þegar
þeim hafði tekizt að hrinda
langri umsát um höfuðborg
sína, samnefnda eyjunni, árið
295 f. Kr., reistu þeir sólguð-
inum styttu og var verkinu
lokið 280 f. Kr. Cares hét smið-
urinn, en styttan varð heims-
fræg, og kölluð- „Colossus", en
það er alþjóðaorð enn í dag um
það, sem risavaxið er. Styttan
var úr steini og járni og með
fremur þunnri bronzhúð. Guð-
inn var nakinn, en bar skikkju
á vinstri handlegg, og var þar
í falinn stólpi til styrktar fót-
um styttunnar. Hæðin var 100
tii 120 fet, eða svipuð og hæð
frelsisstyttunnar við innsigl-
inguna til New York.
Rhodos-styttan stóð ekki
lengi. Hún valt um koll í jarð-
skjálfta 60 árum eftir að hún
var fullgerð. Jarðskjálftinn ár-
ið 224 f. Kr. reið styttunni þó
ekki beinlínis að fullu, því að
þótt hnén biluðu og styttan ylti
útaf, þá brotnaði hún ekki.
Rhodosbúar gátu þó ekki kom-
ið tröllinu á fæturna aftur, og
þar lá Kólossinn og góndi af-
velta út í bláinn. Við þetta sat
hartnær 900 ár. Þá var það árið
653 e. Kr. að Serkir gerðu her-
hlaup á eyna og fóru þar báli og
brandi, og m. a. lét foringi
þeirra flá bronzhúðina af stytt-
unni. Aftur á móti er óvíst hver
braut sundur líkanið sjálft eða
hver tilgangur hefur verið með
því. Hamlet er látinn segja um
Alexander mikla: „Hinn mikli
Sesar, löngu orðinn leir, má láta
í gat svo haldizt úti þeyr.“ Vera
má að svo hafi farið um ris-
ann í Rhodos. Hann hafi að lok-
um farið til þess að byggja kofa
og skýli fyrir íbúa eyjarinnar,
sem þá áttu lítið annað en minn-
ingar um forna frægð, og höfðu
engan skilning á að halda þeim
minningum til haga. En „kól-
ossinn“, tröllið, á Rhodos hafði
þó náð að komast á spjöld
mannkynssögunnar sem eitt af
sjö furðuverkum fornaldarinn-
ar.
52