Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 53
arya TTÍ annes:
Gáfaðar konur:
Hver kærir sig um þær?
Alltaf öðru hverju heyrast
háværar kröfur um þjóðlega að-
stoð og úrræði og skýrskotað í
því sambandi til kvenlegra
gáfna eða „kvenlegs heila“. Höf-
undar ritstjórnargreina dag-
blaðanna segja, að ef við eig-
um ekki að bíða algerðan ósig-
ur í kapphlaupinu um lífið, þá
megum við ekki sóa þessum dýr-
mæta krafti ónýttum, heldur
verði að hagnýta hann og jafn-
vel knýja til þjónustu og starfs.
Máli sínu til sönnunar benda
þeir á hina fjölmörgu kven-
lækna, kven-verkfræðinga,
kven-eðlisfræðinga og kven-iðn-
fræðinga í Sovétríkjunum og
hrópa: ,,Að teikniborðunum! I
rannsóknarstofurnar". Og for-
stöðumenn kvennaskólanna sár-
bæna nemendur sína: „Notið
þennan heila, sem guð hefur
gefið ykkur og við erum að
þroska og þjálfa. Þjóðfélagið
þarfnast þess!“
Enda þótt það ætti að vera
flestum mikið gleðiefni, að fá
gáfur kvenna opinberlega við-
urkenndar, þá er þessum köllum
og kröfum svarað með tak-
markalausu tómlæti og áhuga-
leysi kvenna, jafnvel enn frek-
ar en meðal karla. Við trúum
raunverulega hvorki viðurkenn-
ingunni né kröfunni um hagnýt-
ingu og þörf þessara gáfna,
sem menn f jölyrða svo mjög um
og þykjast þarfnast öllu öðru
fremur. Við sjáum þess heldur
ekki nein almenn merki, að hag-
nýting þeirra myndi verða vel-
komin eða þjóðfélagslega gagn-
leg.
Forstöðumenn kvennaskól-
anna og höfundar ritstjórnar-
greinanna eru ekki að ræða um
þær gáfur, sem hver kona þarfn-
ast, til að verða hamingjusöm
eiginkona og farsæl móðir. Fyr-
ir þeim vakir einkum og nær
eingöngu sú tegund frjálsra og
óháðra gáfna, sem getur sundur-
greint, endurbætt og skapað:
47