Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 119
SVARTA RÓSIN
ÚRVAL.
kynnt þetta í morgun, og hann
er að rifna af vonzku. En ég,“
og augu hans dönsuðu af æsingi,
,,ég fer með. Það er málakunn-
áttan, sem kemur sér vel.“
Anthemus kom að finna þá,
dúðaður mjög og fúll í skapi.
Hann kvaðst verða að trúa þeim
fyrir bréfum til umboðsmanna
sinna austur þar, kínversks
kaupmanns í Khan Bhalig, er
Kung L’aing hét, og annars í
Kinsai (Hangchow), ef þeir
næðu þangað. Sá hét Sung
Yung, og var oft nefndur
,Leiftur-úr-svörtu-skýi‘. Þeir
áttu að taka við skipunum frá
báðum þessum mönnum. Walt-
er tók bréfin og stakk þeim á
sig. Hann sagði Anthemusi að
þeir myndu fara eftir fyrirmæl-
um hans, og hann vonaði að
þeir kæmust til Kinsai, enda
mundi hann leggja sig þar allan
fram.
Þegar sólin sendi fyrstu
geisla sína yfir brúnir austur-
fjalla næsta morgun, hélt lest-
in af stað, og það var sjón,
sem Englendingarnir gleymdu
aldrei. Tveir og tveir ríðandi
menn héldu upp ásinn, syngj-
andi stríðssöngva, og bar hin
langa fylking við purpurarauð-
an himininn. TJlfaldar voru í
miðri hinni löngu lest, svo og
burðarstólar kvennanna, sem
sýndust óteljandi. Rétt á eftir
þeim fór farartæki, sem ekki
líktist neinu, sem Walter hafði
áður séð. Þetta var tveggja
hæða vagn, málaður skærrauð-
ur, og þar á myndir af drekum
og hvítum tígrisdýrum, en það,
sem Walter varð einna stað-
sýnast á, var líkan af álfamær
með gullnum vængjum, sem
trónaði á þaki vagnsins. Hún
benti annarri hendi, og það var
sama hvernig vagninn sneri,
liandleggur álfameyjunnar benti
samt alltaf í ákveðna átt. Fað-
ir Theódór útskýrði þetta.
„Vagninn kemur frá Kína, og
er til þess að finna áttir,“ sagði
hann. „Hendin bendir alltaf í
suður, og það er því ekki hægt
að tapa áttum. Enginn þekkir
leyndarmálið nema kínverskur
öldungur, sem alltaf er í vagn-
inum. Þegar einn li — það er
þriðjungur mílu — hefur verið
farinn, hringir bjalla í vagn-
inum.“ Hann skók höfuðið efa-
blandinn. „Ungi menntamaður
alt, sem ég get um þetta sagt,
er að fjandinn sjálfur hlýtur að
vera inni í vagninum.“
„Þessu,“ sagði Walter við
sjálfan sig, „verður að segja
bróður Roger Bacon frá.“
Snœfjöll.
Vika leið og alltaf var jafn-
kalt. Einn morgunn var Walter
ao kveikja eld þegar hann
heyrði skrjáf bak við sig og
leit við. Þetta var Maryam,
sem horfði á hann, og honum
varð allt í einu ljóst, sér til
skelfingar, að liturinn var að
mást af andliti hennar. Hann
fór á fund Lu Chungs, og sagði
honum að brátt mundi þjónn-
113