Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 8
Bréf frá lesanda
Bréf það, er hér fer á eftir, er
þess virði að hirt sé, enda þótt það
sé nafnlaust. Ábendingar þær, sem
nefndar eru, eiga suraar fullan rétt
á sér. Annað mál er það, að hægara
er um að tala en í að komast, og oft
er aðeins um tvo kosti að velja: Að
hafna öllu aðsendu efni nema snjall-
ir íslenzkumenn og málsmekks hafi
um fjallað, eða leiðrétta aðsendar
greinar eins og stíla. Þetta ber ekki
að skoða sem afsökun, heldur skýr-
ingu svo langt sem hún nær. Hitt
kynni að vera afsökun að oft og ein-
att eru menn ekki á einu máli um
orð og orðalag og það þótt ritfærir
teljist, og er þá stundum notað eða
látið standa ýmislegt, sem mörgum
góðum manni kann að finnast með
öllu ótækt. Um slíka hluti má enda-
laust deila, en óskandi væri að fleiri
lesendur Urvals sendu athugasemdir;
oftast má af sliku læra.
Ritstjóri.
Tímaritið URVAL, Rvík.
Það er mælst til þess að kaup-
endur sendi ritinu skoðanir sínar á
ritinu, og skal aðeins ymprað á fá-
einum atriðum.
Ég hefi keypt Urval frá byrjun
cg líkað vel að flestu leyti. M. a.
þótti mér málfar þess gott, og flest-
ar þýðingar vandaðar.
Ritið hefir breytt um svip. Það gef
ég ekkert fyrir. Hitt er verra, að
málfar ritsins hefir versnað að mun,
þýðingar margar óvandaðar. Einkum
bar mjög á þessu í 1. og nokkuð í 2.
befti. . . .* er mjög illa þýddur, t. d.,
þetta maður, maður, óvandað. Halda
innreið sína í landi er vitanlega
skakkt, heldur land, o ,s. frv., o. s. frv,
Eða að gefa burt! er ekkert ísl.
mál, að ég nú ekki tali um orðið
skúrk, sem notað er sem íslenzka.
Og orðið orsök er misnotað geypi-
lega, t. d. að orsaka hungur, o. fl.,
o. fl. Auðfundið er að vandvirkni
skortir. Smáklausurnar, sem oft
voru mjög skemmtilega fyndnar áð-
ur, eru að vera skelþunnar eða kjána-
legar.
Tímaritið var í upphafi hugsað
og gefið út fyrir hugsandi læst fólk.
Þetta hefir verið þess aðall og styrk-
ur og það verður að halda þeirri
reisn, ef það vill eiga tvímælalausan
tilverurétt.
Þetta virðist útgáfustjórnin skilja,
sbr. greinina á kápu 4. heftis. Og
við það verður að standa. Nú hefi
ég ekki um þetta fleiri orð, en mun
ekki láta við það sitja ef verulega
hallar undan hjá ritinu með efni og
málfar. Vonandi kemur það ekki til,
enda finnst mér síðari heftin tvö
skárri.
Vinsamlegast.
Vandlátur kaupandi.
* Hér er nafn ákveðinnar grein-
ar, er birtist í Urvali, en vegna þýð-
anda er því sleppt, með því líka að
ritstjóri ber alla ábyrgð á lélegu mál-
fari og óvönduðum frágangi þótt
greinar séu aðfengnar.
2