Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 27
HÖPUM VIÐ LIFAÐ ÁÐUR ?
andi sé loft og loft sé eilíft og
óeyðanlegt. Þegar maður deyr,
þá eyðist sál hans því ekki, eins
og líkaminn, heldur sé henni
andað út í loftið, sem hún var
mynduð úr og hvaðan hún kom.
Af þessu leiðir það, að loftið
sem við öndum að okkur, hlýt-
ur óhjákvæmilega að vera mett-
að af óteljandi milljónum sálna,
sem hafa losnað úr líkömunum
við dauða þeirra og hver ein-
asta vera, sem lífsanda dregur,
maður jafnt sem dýr, teygar því
að sér _,,sálir“.
Meðal grísku heimspeking-
anna varð þessi hugmynd hvers-
dagsleg, en það féll Plato í
skaut að breyta hinni grófu
hugmynd í frábærlega fagra
goðsögn.
Handan við þessa veröld tíma
og rúms, þessa veröld efnis-
kenndra hluta blekkjandi útlits,
(kenndi Plato) er önnur veröld,
ósýnileg, eilíf og raunsönn. Frá
henni koma hingað til jarðar-
innar sálir, sem muna, að vísu
óljóst, eftir þessum heimkynn-
um guðlegrar fegurðar, vizku og
hamingju, sem þær komu frá.
I rás aldanna flytjast þær á
milli líkama margvíslegra teg-
unda og gerða, úr líkama heim-
spekings eða e. t. v. listamanns,
jafnvel í líkama konu og með
hverju lífi lýkur kafla í upp-
fræðslu þeirra og þroskaferli.
Ástand þeirra í hverju lífi
fer eftir því, hvernig þær hafa
hagað sér í því næsta á undan.
Loks, eftir langa röð endur-
ÚRVAL
holdgana, er sálin nægilega
hreinsuð til þess að geta horfið
aftur inn í það ríki óumræði-
legrar alsælu, sem hún svo lengi
hafði verið í útlegð frá.
Meira en tvö þúsund árum
eftir daga Platós, lýsti mikið
enskt skáld hinni platónsku
hugmynd í ódauðlegu ljósi:
„Fæðing vor er einungis svefn
og gleymska" o. s. frv.
Enda þótt Wordsworth hefði
í þessu kvæði sínu litið á ,,þá
draumkendu birtu og fegurð,
sem skrýðir hluti í æsku“ sem
„líklega sönnun um fyrra til-
verustig", þá tók hann það samt
fram, að hann hefði aldrei ætl-
að að ráðleggja svo þokukennda
og óljósa hugmynd sem trú.
Samt sem áður verður hin
endanlega ályktun hans sú, að
„enda þótt hugmyndin sé ekki
nein óvéfengjanleg opinberun,
þá verði hún samt ekki dregin
í efa“. Og hann viðurkenndi, að
hún hefði runnið saman við
trúarbrögð margra þjóða.
Á frumtímum kristninnar,
áður en guðfræðin varð hörð
og ákveðin, voru til menn sem
aðhylltust tilgátuna um endur-
holdgun. I langan tíma stóðu
yfir ákafar deilur milli Pradu-
cianista annarsvegar, sem héldu
því fram, að börnin hlytu sál,
eigi síður en líkama frá for-
eldrum sínum við náttúrlegan
getnað, og Creationista hins-
vegar, sem kenndu það, að guð
skapaði nýja sál handa hverj-
um mannlegum einstakling, um
21