Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 54
TÍRVAL
GÁFAÐAR KÖNUR, HVER KÆRIR SIG UM ÞÆR?
Sál vísindamannsins og lista-
mannsins, sem hefur frelsi til
að reika um í heimi hugmynda
og hins óáþreifanlega.
Hafa konur þá tegund gáfna
til brunns að bera? Enda þótt
þær séu ekki gæddar snilli-
gáfu — hin langa saga manns-
andans hefur ekki leitt fram
neinn Bach, Shakespeare, Leon-
ardo eða Galileo úr röðum
kvenna — og enda þótt Madame
Curie standi þar sem einstök
undantekning, þá hafa þó kon-
ur allra alda lagt drjúgan skerf
til lista, lærdóms og vísinda.
Hitt er þó óumdeilanlega að-
alatriðið, að þessir hæfileikar
eru síður en svo vinsælir eða
eftirsóknarverðir meðal kvenna
vegna þess, að karlmönnum
geðjast þeir ekki sem bezt.
Æðsta þörf og þrá konunnar
er sú að vera elskuð. Og ef
umrædd tegund gáfna spillir á
einhvern hátt fyrir ástinni, eða
hindrar hana, þá afneitar kon-
an henni sjálf, ótilkvödd og af
fúsum vilja.
Ég þekkti nógu margar slíkar
,.afneitanir“ frá æskuárum mín-
um, til þess að sannfærast um
að þær séu almenn reynsla
kvenna. Og enda þótt það hafi
ekki alltaf verið mín eigin
reynsla, (ég er sem betur fer
ánægð í hamingjusömu hjóna-
bandi) þá kannast ég alltof vel
við óttamerkin í augum karl-
manna, þegar gáfuð kona hefur
átt hlut að máli.
Á dansleikjum forðuðust
ungu piltarnir mig, vegna þess
að ég talaði við þá um listir og
lærdóm, í stað þess að tala um
þá sjálfa. Ég, sem hafði alizt
upp á heimili, þar sem hugsun
og hugmyndaflug var eins mik-
ill þáttur í borðhaldinu og fæð-
an sjálf, hélt, að til þess að
geta talizt skemmtilegur, yrði
maður að segja eitthvað
skemmtilegt. Þetta er e. t. v.
sá mesti misskilningur, sem
hugsazt getur.
Ég varð þess nefnilega brátt
vör, að flestir karlmenn kjósa
helst þær konur, sem hafa meiri
áhuga á þeim sjálfum, en sín-
um eigin hugsunum. Þeir telja
að gáfur konunnar dragi úr
þessum áhuga hennar, og að
vissu marki kunna þeir að hafa
a réttu að standa.
Hver venjulegur amerískur
karlmaður er órólegur og unir
sér miður vel í návist áberandi
gáfaðrar konu. Og sú kona, sem
breyta vill þessum ,,óróleika“
mannsins í ást, verður að verja
til þess drjúgum tíma í lífi sínu
að halda hugsunum sínum og
andríki í skef jum, í þeirri vissu
að slíkir hæfileikar verði henni
meira til tjóns en hamingju.
En í því, sem hér hefur verið
sagt, koma fram rniklar þver-
sagnir. Annarsvegar ganga
nú fleiri stúlkur menntaveg-
inn en nokkru sinni áður, og
fleiri skólar eru nú til þess bún-
ir að þroska hugi þeirra til
hvaða andlegs starfs, sem hug-
ur þeirra kann að girnast. Hins-
48