Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 88
TJRVAL
OF MARGT FÓLK! HVAÐ GETUM VXÐ GERT?
Það hefur t. d. verið vitað
um nokkurt skeið, að eftir egg-
los í líkama konunnar þá gefa
kirtlar frá sér hormóna, sem
kallast ,,progesterone“. Þetta
efni veldur gagnverkun sem
hindrar myndun fleiri eggja á
hinu mánaðarlega tímabili. Þar
sem ,,progesterone“ getur
hindrað þannig eggmyndun á
síðari helmingi hvers tíða-
tímabils, er óhætt að gera ráð
fyrir, að kona sem fær stöðuga
skammta af því, eftir einhverj-
um ytri leiðum myndi ekki
framleiða egg, og ef engin egg
væru, þá gæti heldur ekki ver-
ið um getnað að ræða.
Þessi ályktun, sem enginn
mun hafa rannsakað jafn ýtar-
lega og þeir dr. Gregory Pincus
við Foundation for Experi-
mental Biology í Worcester
(Mass.) og dr. John Rock fyrr-
verandi prófessor í kvensjúk-
dómafræði við Harvardháskól-
ann, leiddi til framleiðslu nokk-
urra, vænlegra efna sem voru
sterkari en hið náttúrlega prog-
esterone, þegar þau voru tekin
inn. Síðan árið 1956 hefur þeim
dr. Tincus og dr. Rock og
starfsbræðrum þeirra heppnast
að gera fjórar, víðtækar til-
raunir með eitt þetta efni, á
830 konum í Puerto Rico og á
Haiti. Þeir upplýstu, að ef pill-
urnar eru teknar dyggilega inn,
þá er ekki minnsti möguleiki á
frjógun.
Þetta er mikið, vísindalegt
afrek. Læknisaðferðin er aðeins
sú, að gleypa eina pillu, einu
sinni á dag, byrja á fimmta
degi eftir að tíðir byrja og
halda því áfram í tuttugu daga.
Enn hefur þessi tilraun ekki
verið gerð á svo breiðum grund-
velli; að óbrigðulleiki hennar sé
sannaður. Hinsvegar má telja
fullvíst að hún gæti haft til-
ætluð áhrif í mjög mörgum til-
fellum. Þá kemur að annarri
spurningu sem svara verður. Er
þetta framkvæmanlegt ?
Enda þótt aðferð þessi virð-
ist mjög einföld, þá voru samt
mjög margar konur, í tilraun
sem nýlega var gerð í Los
Angeles, sem höfðu ekki nægi-
legt andlegt og tilfinningalegt
þrek til þess að þola hana. Ann-
ar mikilvægur galli er kostnað-
urinn. I smásölu kostar hver
pilla 55 cent, eða mánaðar-
skammturinn um það bil 11 doll-
ara. Auðvitað er hvorugt þetta
atriði óleysanlegt. Það hann að
reynast mögulegt að gera pill-
urnar þannig úr garði að ekki
þurfi að taka þær svona oft,
kannske aðeins einu sinni í viku.
Hvað verðinu viðkemur, þá gæti
fjöldaframleiðsla og stjórnar-
úthlutun eflaust lækkað það
mjög mikið.
En allmargar konur, sem til-
raunirnar voru gerðar á, kvört-
uðu undan óþægilegum auka-
áhrifum, svo sem ógleði höfuð-
verk og svima. í mörgum tilfell-
um hurfu þessar gagnverkanir
þegar sjúklingurinn fór að venj-
ast pillunum. En þær urðu þess
82