Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 116
ÍTRVAL
SVARTA RÖSIN
fögur. Khaninn er viss með að
veita henni athygli."
„Hefir verið tekið tillit til
cska hennar.“
„Kynlegar eru hugmyndir
ykkar,“ sagði klerkur og hló
við. „Kvenmenn verða að hlýða
húsbóndanum. Skiftir þetta ann-
ars máli þegar hann á að
minnsta kosti tíu systur að
auki? Faðir hans átti margar
konur; þetta er hálfsystir.
Hvískrað er að jafnvel sé vafi
um faðernið. Þræll á að hafa
verið meðal heimilismanna,
vestrænn hermaður, sem fang-
aður var í bardögum um Jerú-
salem. Stór og fríður, og kon-
urnar gáfu homrni hýrt auga,
víst er um það. Hvort móðir
stúlkunnar hefur verið þar í
tölu, verður nú ekkert sagt um,
en auðvitað gerði Alexander
gamli, faðir Anthemusar, sín-
ar ráðstafanir. Þrællinn dó.“
# # #
Anthemus var ungur maður en
feitur og sköllóttur. Augu hans
glóðu undir syfjulega þungum
augnalokum. Hann spurði
prestinn hvað þessir menn vildu,
en Walter greip fram í, kvaðst
kunna lítið eitt í grísku, og
væri ef til vill heppilegast að
þeir ræddust við á þeirri tungu.
Anthemus var hissa.
„Övenjulegt að barbari kunni
hina einu menningartungu,“
muldraði hann. „Hvað ert þú?
Hálfklerkur eins afmánin
þarna ?“
Walter sagði honum frá
námi sínu, en síðan að þeir fé-
lagar vildu komast til Kína.
Hann benti á hvert gagn An-
themus gæti haft af þeim,
því þeir gætu síðar orðið um-
boðsmenn hans við hirðir á
Vesturlöndum. Anthemus kink-
aði kolli, og kvað Walter vit-
ugan.
„Innan fárra daga sendi ég
lest til Maragha, og þið skuluð
búa ykkur undir að verða henni
samferða. Konur verða með í
förinni, en þeim skuluð þið
sneiða hjá. Það er óskemmtileg-
ur dauðdagi að verða veizlumat-
ur maura.“
I þessu kom stúlka inn í her-
bergið. Tristram veitti henni
athygli, og sá að þótt hún væri
brúngullin á hörund, svart hár
og brúnir, þá voru augun blá og
skær.
Ég sendi ekki eftir þér, Mar-
yam,“ sagði Anthemus reiði-
lega.
„Ég veit það, en hér er ég.
Ég var í þessu að heyra hvað
þú hefur í huga að gera við
mig.“
„Ég heimta hlýðni, þrákálf-
ur,“ hrópaði bróðir hennar, tók
í axlir hennar og hristi hana.
„Ætlarðu að hlýða, eða hvað?“
Theodór stamaði því fram við
Englendingana að þeim væri
bezt að fara. Þegar þeir voru
komnir fram fyrir, sagði Trist-
ram:
„Trúað gæti ég sögunni um
faðernið, Wat. Hún er bláeygð.
13 0