Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 68
Dalur Dauíans —
Heitasti staðurinn í Ameríku
Það er erfitt fyrir mann að
trúa því, sem fyrir augun ber
í Dal Dauðans: snjó-hvítar leð-
urblökur, kengúru-rottur, sem
aldrei snerta vatn, steinar, sem
hreyfast sjálfkrafa, regn, sem
þornar upp, áður en það fellur
til jarðar og málmleitarmenn,
sem líta á þetta allt sem sjálf-
sagöa hluti.
„Já, þetta er sannarlega heit-
ur dagur,“ sagði gamli, grá-
hærði málmleitarmaðurinn, um
leið og hann virti fyrir sér eðlu,
sem lá fyrir utan veginn. „Ég
var að gá hvort þetta væri
stafeðla," bætti hann svo við.
„Það er sérstök eðlutegund, sem
er hvergi til nema hér. Hún tek-
ur litla trjágrein og notar hana
eins og staf, þegar hún þarf að
ganga í heitu veðri, svo að fæt-
ur hennar verði ekki of heitir.
Eðlurnar hérna eru sérstaklega
kænar og gáfaðar, eins og fólk-
ið.“
Ég gat næstum trúað þessari
ósennilegu sögu. Við vorum
staddir í Dal Dauðans, Kali-
forníu, heitasta staðnum í öll-
um Bandaríkjunum. Hitamælar,
sem stungnir hafa verið niður í
jörðina hérna, á miðju sumri,
hafa sýnt 190 stig, aðeins 22
stig undir suðumarki.
Fyrir framan okkur blásti við
æfintýralegt útsýni — glans-
andi hvít saltlög umgirt skugga-
legum, gnæfandi fjöllum. Hill-
ingar sáust hér og hvar, kynja-
löguð stöðuvötn, þar sem við
sáum stundum eitthvað sem
líktist bátum eða bryggjum,
þegar stórir klettar urðu fyrir
endurskini sólarinnar.
Nú fórum við að klifra upp
og loftið kólnaði. Við komum
upp á „Dantes View“, þar sem
dalurinn blasti við augum okk-
ar í allri sinni þungbúnu feg-
urð. Á hægri hönd okkar voru
hin ófrýnilegu „Funeral Moun-
62