Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 62
ÚRVAL
ÞRJÚ LÍTIL BEIN
svo að ég gat ætlað á um aldur-
inn með nokkurri vissu. Smá
tætlur, sem héngu við beinin,
sýndu hve lengi konan hafi verið
dauð, en rákir í beinunum gáfu
til kynna, að hún hefði a. m. k.
einu sinni verið barnshafandi.
Auðvelt var að átta sig á helt-
inni, því að hægra mjaðmar-
beinið var stærra og þyngra
heldur en hið vinstra, og holan
fyrir leggjarhöfuðið stærri
hægra megin. Þetta sýndi að
þungi líkamans hafði aðallega
lent á hægri fæti um langt
skeið, og það benti aftur til þess
að hún hefði verið hölt á vinstra
fæti frá barnæsku, og líklegasta
orsökin var barnalömun.
Eg vissi að konan hafði verið
skotin, því að hagl sat fast í
hægra mjaðmarbeininu. Haglið
var óreglulegt í laginu, og benti
það til þess, að það hefði verið
heimatilbúið. 1 sama beini var
önnur rispa, og þríhyrnings-
löguð sprunga, og líkur til þess,
að þetta hefði stafað af svipuð-
um kúlum, og var þá hér um
haglabyssu að ræða. Bilið milli
skemmdanna benti til fjarlægð-
ar þeirrar, sem skotið hafði ver-
ið úr, en rispan sagði mér til
um stefnu skotsins. Það stafaði
frá hagli, sem komið hafði
framan frá, aftur og upp frá
hægri til vinstri. Rákin eða
rispan sýndi líka að konan hafði
ekki dáið strax, því að rendur
hennar báru vott um bata, sem
hafði staðið um það bil sjö til
tíu daga eftir skotið.
Loks sýndu skemmdirnar að
eitt hagl að minnsta kosti hlaut
að hafa farið gegn um kvið-
inn, en þetta og ákveðnar líkur
fyrir ígerð, bentu til að líf-
himnubólga hefði verið dauða-
orsökin.
Skýrsla mín var að nokkru
leyti byggð á ágizkunum, en án
þeirra hefði hún verið gagns-
lítil. Lögreglan hafði ekkert i
höndunum annað en beinin, svo
það var mitt að reyna að leið-
beina um rannsóknina. Þetta
þýddi að ég varð að draga á-
íyktanir og benda á líkur allt
eins og að athuga staðreynd-
irnar.
Skýrsla mín var öll staðfest,
að því fráteknu að báðir fætur
konunnar höfðu raunar lamast,
en veikin hafði leikið vinstri fót
hennar mun verr heldur en
hægri fótinn.
Réttarlæknisfræði er hlut-
laus. Skýrsla mín leiddi til hand-
töku hins seka, en hún renndi
líka stoðum undir þá staðhæf-
ingu hans, að skotið hefði verið
af slysi, og varð þannig til þess
að sýkna hann af morðákæru.
(Úr „Aðallega morð“, eftir Sydney
Smith.)
56