Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 60
Sir Sidney Smith, prófessor í
réttarlœknisfrœði í Edinborg,
segir frá vísindalegri rannsókn,
þar sem ekki var annað viö að
styöjast en
ÞRJIJ LÍTIL BEIIM
1 innsigluðum bögglinum voru
þrjú lítil bein, og skýrslan, sem
fylgdi frá lögreglunni, var ekk-
ert athyglisverðari en innihald-
ió. Beinin höfðu fundizt á botni
brunns í Kairo, en hann hafði
nýlega verið opnaður eftir að
hafa lengi verið ónotaður. Þessi
fundur varð af tilviljun, og lög-
reglan hafði enga ástæðu til
þess að gruna neitt misjafnt.
Beinin voru send til rannsókn-
arstofunnar til vanalegrar at-
hugunar þegar þannig stendur
á. Þau hefðu getað verið úr
einhverri skepnu, sem hafði
fallið í brunninn, og lögreglan
bað mig einungis að ákveða
hvort þau væru úr manni eða
e-kki.
Eg gat sagt þeim fleira þegar
ég hafði athugað beinin.
Þau eru úr ungum kven-
manni. Hún var lágvaxin og
grönn. Milli tuttugu og þriggja
og tuttugu og fimm ára gömul
þegar hún dó, sem var að
minnsta kosti fyrir þrem mán-
uðum. Hún hafði verið eitt sinn
barnshafandi, ef til vill oftar.
Vinstri fótur hennar var styttri
en sá hægri, og hún var áber-
andi hölt. Ef til vill hefur hún
fengið lömunarveiki í æsku.
Skot úr byssu sem hlaðin var
heimatilbúnum höglum, og
skotið var úr af um þriggja
metra færi og upp á við, varð
henni að bana. Banamaðurinn
stóð eða sat fyrir framan hana
og aðeins til vinstri. Hún lézt
ekki þegar í stað, en dó eftir
svo sem sjö til tíu daga, ef til
vill af lífhimnubólgu, sem or-
sakaðist af skotsárinu.
Þetta var það, sem ég las úr
beinunum þrem, og það gaf lög-
reglunni nægilega mikið til þess
54