Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 18

Gátt - 2013, Blaðsíða 18
18 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Jakob Tryggvason JAKOB TRYGGVASON F R A M T Í Ð A R S Ý N Hvað ef v ið gætum tengt saman al l t það sem við höfum ver ið að þróa? B A K G R U N N U R Félag tæknifólks í rafiðnaði (FTR) er eitt af þeim stéttarfélögum sem saman mynda Rafiðnaðarsamband Íslands. Undir merki RSÍ vinnum við að hagsmunabaráttu fyrir okkar félagsmenn en þegar kemur að menntamálum þá hefur farið betur á því að við höldum merki okkar félags á lofti til að draga fram þá sérstöðu sem okkar hópur hefur. Sérstaða FTR er í raun sú að við höfum enga sérstöðu. Við spönnum fjölda starfsgreina og vinnustaða og þó að félagar okkar séu að stórum hluta á suðvesturhorni landsins þá er félagið ekki bundið við landshluta. Menntun félaga okkar er af öllum stigum svo það eina sem eftir stendur er að við höfum öll okkar lífsviðurværi á einn eða annan hátt af „tækni“. Önnur félög innan RSÍ hafa fastan nefnara af einhverri sort. Þau eru sveinsprófsfélög, landshlutafélög eða þá félög þar sem aðild skilgreinist af ákveðnum geira eða vinnustað. Stóru hóparnir innan FTR starfa við fjölmiðla og á sviði skapandi greina en þótt við skoðum einungis þessa tvo hópa þá sinna félagar í þeim tugum ef ekki hundruðum ólíkra starfa. Sérhæfing starfanna er mjög mikil og það eru tiltölu- lega fáir einstaklingar sem hafa nægjanlega þekkingu og færni til þess að sinna hverju starfi. Þessi upptalning er farin að hljóma eins og að tilgangur þessara skrifa sé að draga upp mynd af okkur tæknifólkinu eins og sérvitringum sem ekki verði við bjargandi. Í raun- inni er ætlunin þveröfug. FTR er 1.100 manna félag og fyrir utan smá dýfu í félagatalinu í kjölfar hrunsins þá hefur verið stöðug og hröð fjölgun í félaginu. Við erum nú um 20% af Rafiðnaðarsambandinu. Þetta er ekki hópur ómenntaðs eða ósérhæfðs vinnuafls heldur fólk með mikla sérþekkingu. Af einhverjum orsökum þá er stór hluti okkar ekki að ná inn á „radar“ menntakerfisins og telst því til hóps ómenntaðra Íslendinga sem mikið hefur verið fjallað um. Fyrst svona stór hluti RSÍ á sér engan samastað á kvarða menntakerfisins þá er ekki erfitt að ímynda sér að það sama eigi við um marga aðra hópa. Það er visst frelsi fólgið í fjarlægð og því getur sá sem þetta ritar skýlt sér á bak við þá staðreynd að hann hefur ekki nema rétt skyggnst undir yfirborðið á menntakerfi þjóð- arinnar og leyft sér að varpa fram eftirfarandi fullyrðingu: Ísland er of lítið til þess að framboð á hefðbundinni menntun, hvort heldur er í bóknámi eða verknámi, geti nokkurn tíma mætt þörfinni fyrir það úrval námsleiða og sérnáms sem markaðurinn kallar eftir. Þó svo að brottfall nemenda á framhaldsskólastigi sé áreiðanlega mjög stórt vandamál, og mikil þörf sé á að ráða bót á þeim vanda og fá fólk aftur til náms, þá er þarna falinn hópur fólks sem er í raun ekki að falla frá námi, heldur hefur fólkið breytt um stefnu í námi. Í skilgreiningu á íslensku menntakerfi er hins vegar ekki gert ráð fyrir þessari stefnubreytingu og þar með er ekki gerður greinarmunur á þessum tveimur hópum: þeim sem hafa breytt um stefnu í námi og hinum sem ekki ljúka námi á framhaldsskólastigi. Af þessu leiðir að hópurinn hverfur af áðurnefndum radar menntakerfisins. Einstaklingur sem breytir um stefnu en hverfur þá út af „radar“. Einstaklingur sem fer í menntaskóla, svona til að klára „eitthvað“ áður en hann fái möguleika á að eltast við sitt áhugasvið en endist ekki nema þrjár til fjórar annir. Skiptir um skóla og fer í grunndeild rafiðna og klárar tvær annir þar. Skiptir þá um grein og fer á tölvubraut í sama skóla og klárar nokkra áfanga. Er farinn að vinna við áhugamálið sem eru tölvugerðar tæknibrellur í kvikmyndum meðfram námi á tölvubraut en fer svo til Bretlands í nám í tvö ár . Í tilfelli þessa einstaklings er „námið“ samsett af starfsþjálfun, námskeiðum og einnar annar löngun námsleiðum á vegum framleið- anda hugbúnaðar og kvikmyndafyrirtækja. Kemur heim að því loknu og er einn af örfáum með sérþekkingu sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.