Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 57

Gátt - 2013, Blaðsíða 57
57 F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 hópsins. Skýrist það ef til vill af því að eitt af skilyrðum þess að njóta framfærslu frá VMST var fullnægjandi skólasókn og námsárangur. Andleg veikindi og líkamleg veikindi, tengdust á þann hátt að dæmi voru um áhrif andlegra veikinda á líkamlega heilsu, sem reyndust nemendum hindrun í námi. Andleg veikindi bitnuðu á einn eða annan hátt á frammistöðu nem- enda í námi, hvort sem það var vegna mætingar eða þátt- töku í námi auk námsárangurs. Andleg veikindi tengdust námsörðugleikum ekki jafn sterkt og margir aðrir þættir, þó þau hefðu áhrif á frammistöðu og mætingu nemenda. Einnig kom fram í svörum nemenda að einhverjir höfðu glímt við andleg veikindi allt frá því á grunnskólaárum, meðal annars í kjölfar eineltis eða áfalla í æsku. Hafa ber í huga að hér er tekið fyrir brotthvarf afmarkaðs hóps og upplýsingarnar gefa ekki á nokkurn hátt ástæðu til að alhæfa um almennt brotthvarf. Umfram allt eru þessar niðurstöður hugsaðar til að gefa vísbendingar og veita inn- sýn í ástæður brotthvarfs nemenda átaksins á þessum til- tekna tíma. Framtíðarsýn nemenda gagnvart frekara námi Vilji brotthvarfsnemenda til frekara náms kom mjög skýrt í ljós á báðum önnum, þar sem mikill meirihluti nemenda var bæði jákvæður og áhugasamur um frekara nám. Athygli vakti, þegar nemendur voru spurðir út í líkur á frekara námi, að fleiri svöruðu því jákvætt úr hópi 18–24 ára nemenda en úr hópi VMST nemenda. Rúmlega 90% nemenda á aldrinum 18–24 ára töldu miklar líkur á frekara námi á meðan tæplega 70% úr hópi VMST töldu miklar líkur á frekara námi. Þeir sem töluðu um helmings líkur eða litlar líkur á frekara námi úr hópi VMST áttu það sameiginlegt að áhuga á námi skorti ekki en aftur á móti töldu þeir fjárhagslegar aðstæður sínar hamla frekara námi og litu því ekki á nám síðar meir sem raunhæfan kost. Svör meirihluta nemenda báru með sér að nám var samofið framtíðarsýn þeirra og á sama tíma virtist slakt gengi ekki bitna á námsáhuga. U M R Æ Ð A Margt af því sem dregið var fram í upphafi í fræðilegri umfjöllun um brotthvarf hefur endurspeglast í niðurstöðum rannsóknar á ástæðum brotthvarfs meðal nemenda í átaks- verkefninu Nám er vinnandi vegur skólaárið 2011–2012. Í grein sinni frá árinu 2002 nefna þau Jón Torfi og Kristjana Stella fjórar algengustu ástæður brotthvarfs samkvæmt nemendum, en þær voru að nemendum leiddist námið, nemendum bauðst gott starf, fjárhagsvandræði og heimil- isaðstæður. Algengustu ástæður brotthvarfs samkvæmt nemendum átaksverkefnisins voru fjárhagsástæður, andleg veikindi, nám ekki við hæfi áhuga eða getu, námsörðugleikar eða ADHD, og atvinna. Þrjár af fjórum ástæðum fyrir brotthvarfi sem Jón Torfi og Kristjana Stella nefna koma fram í niðurstöðum rannsóknar átaksverkefnisins. Aftur á móti vekur athygli hátt hlutfall og fjöldi þeirra sem glíma við andleg veikindi í brotthvarfshópi átaksverkefnisins. Einnig vekur athygli að fræðileg umfjöllun á sviði brotthvarfs virðist ekki enn hafa náð utan um þátt andlegra veikinda sem ástæðu brotthvarfs. Nýnæmi rannsóknarinnar byggir því bæði á rannsóknarað- ferðinni sem hér var stuðst við, það er að rætt var við nem- endur strax eftir að þeir höfðu hætt námi, og niðurstöðum á ástæðum brotthvarfs með áherslu á andleg veikindi. Þessar niðurstöður benda til þess að þörf sé á að bregðast við vanda nemenda með nýjum hætti hvað varðar andlega heilsu og eins þarf að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum á þessu sviði. Því má segja að hagnýtt gildi niðurstaðanna sem og fræði- legt gildi sé mikið. Í fræðilegri umfjöllun kom fram að margar ástæður geta legið að baki brotthvarfi nemenda úr námi og samræmdist það upplifun nemenda í átaksverkefninu, þar sem hver nemandi gaf upp fleiri en eina ástæðu fyrir brotthvarfi sínu. Jákvæð sýn brotthvarfshóps átaksins var áberandi gagnvart frekara námi sem hlýtur að teljast mikill kostur og sér í lagi ef litið er til þess að hindranir í námi voru eitthvað sem hafði einkennt fyrra nám margra allt aftur til grunnskólaáranna. Athygli vakti hversu jákvæðari 18–24 ára hópurinn var gagnvart áframhaldandi skólagöngu fram yfir VMST hópinn. Niðurstöður bentu þó til þess að áhugi væri ekki endilega minni meðal þess hóps, heldur drógu fjárhagslegar aðstæður úr væntingum nemenda til frekara náms. Hér er við hæfi að taka fram að talsverður hópur átaks- nemenda sýndi fram á afar góðan námsárangur á skólaárinu. Einnig höfðu alls 7,83% nemenda átaksins formlega lokið námi sínu í lok skólaárs, en 116 nemendur brautskráðust ýmist af starfsnáms- eða bóknámsbrautum. Eins verður það að teljast stórgóður árangur að brott- hvarf meðal nemenda átaksverkefnisins skuli hafa minnkað um hátt í helming á milli anna, sem einnig er sérstakt fyrir þær sakir að almennt er talað um að brotthvarf mælist hærra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.