Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 36

Gátt - 2013, Blaðsíða 36
36 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 um þörf á námi og tengsl við annað námsframboð. Hjá Landbúnaðarháskólanum er fram undan að meta eftir- spurn eftir námi byggt á þessum niðurstöðum. D. Könnun á stöðu almennra starfsmanna í matvælaiðnaði og þörf fyrir menntun, samstarf FA, Starfsgreinasam- bands Íslands og Samtaka iðnaðarins. Verkefnið náði til matvælaiðnaðar á Íslandi að fiskvinnslu undanskilinni. Markmið þessa verkefnis var að afla upplýsinga frá stjórnendum og starfsfólki um samsetningu hópsins, stöðu fræðslumála nú og þörf fyrir starfsmenntun. Maskína ehf. sá um upplýsingaöflun og úrvinnslu. Til- gangur upplýsingasöfnunarinnar var að byggja undir fyrirhugaða starfa- og hæfnigreiningu. E. Greining á störfum og hæfnikröfum starfa í mat- vælaiðnaði, samstarf FA, Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka iðnaðarins. Markmið verkefnisins var að greina þau störf sem unnin eru af almennum starfs- mönnum í matvælaiðnaði og þá hæfni sem þarf með það fyrir augum að hægt sé að byggja upp nám og/eða raunfærnimat og auka þannig þekkingu og hæfni. Afurð verkefnisins er starfa- og hæfnigreining sem felur í sér hæfniviðmið sem henta til námshönnunar og við undir- búning raunfærnimats. F. Greining á þörf fyrir nám fyrir háseta og bátsmenn, skilgreining starfa og hæfnikrafna, samstarf FA, Sjó- mannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Leitað var til Markviss-ráðgjafa símennt- unarmiðstöðvanna um framkvæmd verkefnisins þó svo að notuð væri sama aðferðafræði og í öðrum greiningar- verkefnum FA. Samstarfsaðilarnir aðstoðuðu við að velja útgerðir til þátttöku, meðal annars út frá tegund, stærð og staðsetningu en greiningin fór fram á þremur stöðum á landinu hjá samtals sex útgerðum. Afurð þessa verk- efnis er skýrsla með skilgreiningum á störfum háseta og bátsmanna og hæfnigreining vegna þeirra starfa. Fram undan er samráð þessara aðila um nýtingu á niður- stöðunum. Lesa má meira um þetta verkefni í grein Birnu Jakobs dóttur Færniþættir fyrir störf háseta og báts- manna á frystitogurum, í þessu riti. G. „Störfin og kröfurnar“ var samstarfsverkefni FA, Sam- taka verslunar og þjónustu og starfsgreinaráðs skrif- stofu- og verslunargreina. Markmið verkefnisins var greining á hæfnikröfum til starfa almennra starfsmanna í fjórum tegundum verslana, matvöru-, raftækja-, bygg- ingavöru- og fataverslunar. Samtök verslunar og þjón- ustu fékk styrk úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar til verkefnisins en FA stýrði verkefninu. Niðurstöður þessa verkefnis er starfa- og hæfnigreining. H. Hönnun náms og ritun námsskráa fyrir almenna starfsmenn í fjórum tegundum verslana, samstarf FA, Samtaka verslunar og þjónustu og starfsgreinaráðs skrif- stofu- og verslunargreina um gerð námskráa fyrir stuttar, hagnýtar starfsnámsbrautir fyrir almenna starfsmenn sem sérhæfa sig í verslunarstörfum. Byggt var á niður- stöðum úr fyrrnefndu greiningarverkefni (G). Helsta afurð verkefnisins er námsskrá með hæfniviðmiðum á þremur þrepum sem einnig henta til raunfærnimats. Stofnaður hefur verið undirbúningshópur til að útfæra námsskrá og gátlista til að ýta úr vör raunfærnimati og kennslu. Verkefni tengd ferðaþjónustu (A og B hér að framan) byggj- ast á undanfarandi vinnu í tilraunaverkefni í ferðaþjónustu í samstarfi við SAF og SGS sem stóð yfir á árunum frá 2011 til 2013 og hefur þeim áður verið gerð skil í GÁTT og í Þjóðar- spegli2. Niðurstöður tilraunaverkefnisins voru: • Starfa- og hæfnigreining vegna starfa almennra starfs- manna á gisti- og veitingahúsum. Unnin af FA fyrri hluta árs 2011. • Störf í ferðaþjónustu, könnun unnin af Maskínu ehf. haustið 2012. • Tillaga um nýtt fyrirkomulag náms í framhaldsfræðslu frá 8. febrúar 2013. Þar er gerð tillaga um þrenns konar námslok innan framhaldsfræðslunnar. Í fyrsta lagi stutt nám sem hagnýtur undirbúningur undir starf, í öðru lagi starfstengd námslok á t.d. á 2. þrepi sem samsvari u.þ.b. 30 framhaldsskólaeiningum og í þriðja lagi námslok á 2. þrepi til undirbúnings námi í framhaldsskóla sem samsvari 60 framhaldsskólaeiningum. Tillagan byggist á þeirri hugmynd að fyrir fram sé skilgreint hverjir séu viðtökuskólar og hvaða nám standi þar til boða sem framhaldsnám. Einnig er lagt er upp með nýtt skipulag sem felst í styttri námseiningum sem henta betur fyrir atvinnulífið og sem gefa námsmanninum tækifæri til 2 Guðmunda Kristinsdóttir. (2010). Nýjar áskoranir – ný tækifæri. Gátt: ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun, 80–82. Guðmunda Kristins dóttir. (2011). Færnikröfur starfa: Hver þarf að kunna hvað og hversu vel? Gátt: ársrit um framhaldsfræðslu. 9–12. Guðmunda Kristinsdóttir, Halla Valgeirsdóttir, Inga Jóna Jónsdóttir. (2012). Starfa- og færnigreining til að skilgreina menntunarþarfir og starfsþróun. Þjóðarspegillinn 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.