Gátt - 2013, Blaðsíða 64
64
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
í umhverfis málum og fara yfir alþjóðlegar rannsóknir og
stefnumótun á sviðinu. Um leið vildi Virke fá upplýsingar um
hvernig hægt væri að efla þróun á grænni færni. Skýrsla með
niðurstöðum hefur verið lögð fram (Arbeidsnotat 4/2013
„Grønn kompetanse i tjenesteyting“).
Í skýrslunni kemur fram að vinna við að koma á um-
hverfis vænni starfsemi er á byrjunarstigi og frekar frumstæð.
Þetta endurspeglast meðal annars í því að þeir sem fást við
verkefni á sviðinu gera það sjaldnast í fullu starfi, og þeir
hafa ólíkan bakgrunn, bæði hvað varðar formlega menntun
og reynslu. Verkefnin snúast aðallega um að sækja gögn,
stýra vottunarferlum, fylgja eftir eigin viðmiðum og kröfum
stjórnvalda og hvetja til og samræma verkefni á umhverfis-
sviði innan fyrirtækisins.
Á S K O R A N I R U M H V E R F I S M Á L A –
F R Á S J Ó N A R H Ó L I U M S J Ó N A R -
M A N N A Í F Y R I R T Æ K J U M
Í könnuninni undirstrikuðu umsjónaraðilar umhverfismála
að ef stefnt væri að árangri í rekstri þá væri afar brýnt, fyrir
nánast öll fyrirtæki, að leggja aukna áherslu á umhverfismál
og sjálfbærni. Auknar umhverfiskröfur eru gerðar við öll
tilboðsferli í nær öllum atvinnugeirum. „Uppskriftin“ að
árangri byggir á þekktum þáttum stofnanaþróunar: Styrkum
stuðningi æðstu stjórnenda, breiðri þátttöku starfsfólks og
breiðri menntun og nýtingu vinnustaðarins sem námsvett-
vangs. Lykiláskorun er að gera vinnuna við umhverfismálin
stefnumiðaðri, kerfisbundnari og skilvirkari. Forsenda fyrir
því að það heppnist er meiri athygli bæði stjórnenda og
starfsfólks sem aftur veltur á pressunni frá viðskiptavinum,
stjórnvöldum og öðrum ytri aðilum. Flest fyrirtækin stefna að
því að leggja aukna áherslu á umhverfismál þegar til langs
tíma er litið. Hagræði þess felst í því að þá er hægt að verja
tíma til uppbyggingar á nauðsynlegri færni en ókosturinn er
hættan á því að öll athyglin beinist að bráðaverkefnum.
Færniþarfir sem umsjónaraðilar lýsa eftir og sem fjallað
er um í fræðiritum um græna færni, eru langt umfram þrönga
afmörkun á menntun í umhverfismálum og sérþekkingu. Til
þess að árangur í umhverfismálum náist er almenn færni í
upplýsingatækni, stjórnun og samskiptum afgerandi undir-
stöðuatriði. Græn færni felst í því að gera allt starfsfólk fært
um að takast á við viðfangsefni sem tengjast nýtingu auð-
linda og umhverfis.
L A U S N I N F E L S T Í Æ V I M E N N T U N
Norska færniþróunarátakinu var hleypt af stokkunum í kjöl-
far samstarfs norskra stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins
í efnahagslægðinni við upphaf tíunda áratugarins. Að lokinni
yfirferð yfir viðeigandi norsk og alþjóðleg skjöl um stefnu-
mótun er meginniðurstaðan sú að norska færni þróunar-
átakið hafi verið undir sterkum áhrifum frá alþjóðlegum hug-
myndum um nám í atvinnulífinu. Það átti í ríkum mæli við
um áhrifin af vinnunni við innleiðingu ævimenntunar sam-
kvæmt tilmælum frá OECD og ESB sem veittu Norðmönnum
innblástur. Þetta kemur fram í samhæfingu á orðræðu og
framkvæmd í átt að auknum hreyfanleika, rýmkun og afnámi
reglna og hafta sem opna stærri staðbundna markaði og efla
samkeppni. Yfirferð yfir stefnumótunarskjöl sýnir ennfremur
fram á að Norðurlöndin hafa þróað stefnumótun um sjálf-
bæra þróun í rannsóknum og menntun og að margir háskólar
stefna að því að innleiða þekkingu um sjálfbæra þróun í
námið sem boðið er upp á. Í nokkrum skjölum er minnst á
fullorðna launþega og þá sérstaklega í samhengi við ævi-
menntun. Við lestur fræðirita um málefnið kemur í ljós að
þörf sé fyrir margháttaða fræðslu og mismunandi vettvang
– þar með talið atvinnulífið – til þess að unnt verði að ná
takmarkinu um grænna atvinnulíf. En fram að þessu hefur
ekki verið gripið til neinna aðgerða sem tengja mismunandi
svið við fræðsluaðila. Enn sem komið er, er engin tenging á
milli stefnu þjóða i umhverfis- og loftslagsmálum og stefnu
um ævimenntun.
G R Æ N A R F Æ R N I U M B Æ T U R
Fengur yfirferðarinnar varpar ljósi á þörf fyrir grænar
færniumbætur sem ná til fyrirtækja, launþega og fræðslu-
aðila. Hvorki fyrirtækin, faglega umhverfisfræðslukerfið
né fræðslustofnanirnar virðast vera þess umkomin að efla
græna færni langflestra launþega. Á heildina litið virðist
yfirferð yfir fræðirit, skjöl sem og viðtöl við umhverfisum-
sjónaraðila í fyrirtækjunum, benda til þess að þörf sé fyrir
grænar færniumbætur. Umbætur með það að markmiði að
þróa græna færni á víðu sviði atvinnulífsins gætu leitt til nýs
verkfæris í verkfærakistu umhverfisyfirvalda. Umbæturnar
ættu að grundvallast á samstarfi ríkisstjórnarinnar og aðila
vinnumarkaðarins gjarnan með stjórnvöld umhverfismála
í veigamiklu hlutverki og í nánu samstarfi við yfirvöld í
mennta- og fræðslumálum. Ögrunin liggur í því að það