Gátt - 2013, Blaðsíða 107
107
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
INGIBJÖRG ELSA GUÐMUNDSDÓTTIR
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir
Þ J Ó N U S T U S A M N I N G U R O G
S T A R F S Á Æ T L U N F A Á R I Ð 2 0 1 3
Í gildi er þjónustusamningur við mennta- og menningarmála-
ráðuneytið frá ársbyrjun 2011 út árið 2015. Samningurinn
byggir á lögum um framhaldsfræðslu sem ætlað er að mæta
þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu. FA
sinnir markhópnum ekki beint heldur í gegnum samstarfs-
aðila sína, sem eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar innan
KVASIS, í iðngreinum og á vegum opinbera vinnumarkaðar-
ins. Alls eru þetta 14 fræðsluaðilar, sem jafnframt eru sam-
starfsaðilar Fræðslusjóðs. Gerð er starfsáætlun fyrir hvert ár
sem byggir á þjónustusamningnum við mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið og er lögð fyrir það til samþykktar. Í
lok árs er gerð ársskýrsla, sem skilað er til ráðuneytisins. FA
vistar einnig tengilið Norræna tengsla netsins um nám full-
orðinna sem kostað er af Norrænu ráðherranefndinni.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu verkefnum FA á
síðasta ári.
N Á M S S K R Á R O G N Á M S L Ý S I N G A R
Gæðaviðmið í námsskrárgerð í framhaldsfræðslu hafa verið
í vinnslu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins
á síðastliðnu ári. Námsskrár eru því einungis vottaðar í til-
raunaskyni til eins árs í senn. Í mars og júní 2013 voru
fimm námsskrár endurmetnar: Starfsnám stuðningsfulltrúa
– grunnnám, Starfsnám stuðningsfulltrúa – framhaldsnám,
Landnemaskóli II, Menntastoðir, Opin smiðja.
Tvær síðasttöldu námsskrárnar eru skrifaðar í samræmi
við hugmyndir um þrepaskipt nám þar sem áhersla er lögð
á hæfniviðmið. Fimm nýjar námslýsingar samkvæmt náms-
skránni Opinni smiðju hafa verið skrifaðar til viðbótar við þær
sem áður hafa fengið heimild til kennslu. Námslýsingarnar
eru fyrir Pinnasuðu, Trébátasmíði, TIG-suðu, Margmiðlunar-
smiðju – gerð og eftirvinnslu myndbanda. Einnig var veitt
ráðgjöf við skrif á Listasmiðju.
Námsskráin Skrifstofuskólinn var endurskoðuð og sett
fram á þrepi í samræmi við íslenska viðmiðarammann þar
sem áhersla er lögð á hæfniviðmið. Endurskoðunin var
unnin í samstarfi við Nýja tölvu- og viðskiptaskólann (NTV)
og Mími-símenntun. Almennir námsþættir voru unnir af FA
en sérstakir þættir voru unnir af NTV og yfirfarnir af FA. Í
bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins dagsettu
27. mars 2013 var námsskráin metin til allt að 18 eininga
og tilraunakennsla heimiluð í eitt ár. Einnig var skrifuð ný
námsskrá, Sölu-, markaðs- og rekstrarnám, í samstarfi við
NTV. Námsskráin er sett fram á þrepi í samræmi við íslenska
Árið 2013 er 11. starfsár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og þriðja ár starfseminnar
sem byggt er á lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Unnið hefur verið að innleiðingu
laganna og reglugerðarinnar nr. 1163/2011.
Starfsemin hefur verið með reglubundnum hætti á árinu. Þann 1. september 2012
hófst vinna við verkefnið Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla
formlega menntun. Verkefnið fékk IPA-styrk frá Evrópusambandinu að upphæð 1.875.000
evrur, sem er 75% kostnaðaráætlunar. Fræðslusjóður greiðir 25% í mótframlag. Þetta er
stærsta einstaka verkefnið sem FA hefur tekið að sér utan þjónustusamnings við mennta-
og menningarmálaráðuneytið. Í verkefninu verður lagður grunnur að 47 nýjum raunfærni-
matsverkefnum og byggð verður upp vefgátt um störf og nám með 500 lýsingum starfa.
Þetta starf byggist meðal annars á greiningum á þörfum vinnumarkaðar fyrir þekkingu, sem
Vinnumálastofnun hefur unnið. Í lok verkefnisins verða afurðir þess kynntar. Verkefnið er
til þriggja ára. Fjóla María Lárusdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá FA, stýrir verkefninu og
starfsmenn eru fjórir auk hennar.